Guðmundur Andri: Ekkert skjól í sögunni

Guðmundur Andri Thorsson skrifar greinina „Í aflöndum er ekkert skjól“ í Fréttablaðið í dag. Heitið er sótt með tilbrigðum í kvæði Laxness, eins og allir vita. En Guðmundi láðist að geta þess, að Laxness geymdi sjálfur fé erlendis ólöglega og var raunar dæmdur fyrir. Guðmundur gat þess ekki heldur, að Thorsættin (sem hann er sprottinn af) geymdi líka slíkt fé erlendis, eins og Guðmundur Magnússon upplýsti í bók um ættina. Því síður gat Guðmundur þess nema í mýflugumynd, að hjónin, sem greiða honum fyrir skrifin í Fréttablaðið, Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson, geyma slíkt fé erlendis og það stórfé. Í sögunni er ekkert skjól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband