Ekki ađeins rímsins vegna

Tómas Guđmundsson orti í kvćđinu „Nú er veđur til ađ skapa“ um hnött, sem hlađinn vćri úr mannabeinum og púđri. Ţá voru Hitler og Stalín bandamenn eftir griđasáttmála ţeirra í ágúst 1939:

Og alveg varđ ég hissa
er herrann lét sér detta
í hug ađ nota ţetta
handa foringjanum Hitler
og föđur Jósef Stalín.
– Nú fá ţeir ađ vera saman,
og rímsins vegna í peysum
frá prjónastofunni Malín.

 

En prjónastofan Malín var ekki ađeins nefnd til sögunnar „rímsins vegna“. Malín Ágústa Hjartardóttir, sem uppi var 1890-1988, var kunn dugnađarkona í Reykjavík. Hún rak prjónastofu, sem hét eftir henni, á Laugavegi 20. Ţar í bakhúsi héldu íslenskir nasistar, fylgismenn Hitlers, fundi sína snemma á fjórđa áratug.

Malín kvađ raunar á móti Tómasi:

Rímsins vegna rćndir ţú,
rótlaus mađur,
peysum tveimur pakka úr
og puntađir ţá Hitler og Stalín,
en vita máttu ţćr voru ekki úr
vinnustofunni Malín.

 

Malín vildi ekki frekar en flestir ađrir Íslendingar koma nálćgt ţeim kumpánum Hitler og Stalín og hefur ekki ráđiđ ţví, hvađ fram fór í bakhúsinu.

 

(Eftirskrift: Pálmi Haraldsson í Fons hafđi samband viđ mig og kvađst ekki greiđa Ólafi Arnarsyni laun fyrir blogg, og er mér ljúft og skylt ađ koma ţessari athugasemd Pálma til skila.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband