Spurning til Össurar Skarphéðinssonar

Ég sé, að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra vill eyða meira af fé frá íslenskum almenningi í svokallaða þróunaraðstoð. Orðið er að vísu argasta rangnefni, því að reynslan sýnir, að valið er um þróun án aðstoðar (Taívan) eða aðstoð án þróunar (Tansanía).

Með „þróunaraðstoð“ eru tök valdastéttarinnar í viðtökuríkinu oftast styrkt, en sú stétt stendur einmitt iðulega þróuninni fyrir þrifum. Þar sem féð er fengið frá óbreyttum almenningi, reynist þetta vera aðstoð fátæks fólks í ríkum löndum við ríkt fólk í fátækum löndum.

Ég spyr Össur: Hvar hefur þróunaraðstoð tekist? (Og þá er ekki miðað við einstök verkefni, dropana í hafið, heldur niðurstöður í heilum löndum til langs tíma litið.)

Hún hefur að minnsta kosti ekki tekist á Grænhöfðaeyjum, sem Íslendingar einbeittu sér að um skeið. Það ríki er enn bláfátækt, þótt það hafi þegið einna mestu þróunaraðstoð í heimi miðað við höfðatölu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband