Furđulegur dómur - og ţó fróđlegur

Ég tek undir ţađ međ Geir H. Haarde, ađ dómurinn yfir honum er furđulegur og raunar fáránlegur. Geir er fundinn sekur um ađ hafa ekki haldiđ nćgilega marga ráđherrafundi um mikilvćg mál! Ef hann er sekur um ţađ, ţá eru allir ráđherrar Íslands á lýđveldistímanum sekir um hiđ sama. Ţađ kom mér ekki á óvart, ađ fulltrúar vinstri flokkanna í Landsdómi skyldu standa ađ ţessum dómi. Hitt olli mér vonbrigđum, ađ nokkrir hćstaréttardómarar skyldu taka ţátt í ţessum gerningi. Ţeir Garđar Gíslason og Benedikt Bogason eiga ţó heiđur skilinn fyrir ađ hafa ekki látiđ annarleg sjónarmiđ trufla sig.

Í ţessu máli tóku fjöllin jóđsótt, og hlćgileg lítil mús fćddist. En ţótt dómurinn sé furđulegur, er hann líka fróđlegur. Ţeir níu af fimmtán dómurum, sem mynduđu meiri hluta, ţar á međal fulltrúar vinstri flokkanna í Landsdómi, sýknuđu Geir af hinum efnislegu ákćrum um, ađ hann hefđi getađ afstýrt falli bankanna eđa gert eitthvađ áriđ 2008 til ţess ađ minnka skađann á Íslandi af hinni alţjóđlegu lánsfjárkreppu. Ég vek athygli á ţví, ađ jafnvel fulltrúar vinstri flokkanna í Landsdómi treystu sér ekki til annars en ađ sýkna Geir af ţessum ákćruatriđum.

Hver er ţá orđinn málatilbúnađur ţingmannanna, sem vildu ákćra Geir? Til dćmis ţeirra fjögurra, sem greiddu atkvćđi međ ţví ađ ákćra hann, en ekki Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur? Ţeirra Skúla Helgasonar, Ólínu Ţorvarđardóttur, Sigríđar Ingu Ingadóttur og Helga Hjörvars?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband