Viðskipti við alla, valdboð einskis

Að sjálfsögðu eigum við að gera fríverslunarsamning við Kína. Það eigum við líka að gera við Bandaríkin, Kanada, Noreg, Brasilíu, Indland og önnur ríki, sem til þess eru fús. Við megum ekki lokast inni í Evrópu, þótt við séum Evrópuríki og viljum vera það áfram og halda vináttu við frændþjóðir.

En frjáls viðskipti merkja ekki, að við eigum að lúta valdboði stórra ríkja. Þess vegna áttum við ekki að láta kínversku leyniþjónustuna kaupa víðlendi á Íslandi. Það skildi Ögmundur Jónasson. Bestir eru viðurgefendur vinir, segir í Hávamálum.

Snjallast er þetta þó ef til vill orðað í Kaupmanninum í Feneyjum:

Ég vil semja við ykkur, kaupa við ykkur, ganga með ykkur, ræða við ykkur og allt það; en ég vil ekki snæða með ykkur, drekka með ykkur, né biðja með ykkur. Hvað er að frétta úr kauphöllinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband