Brjóstmyndin af Brynjólfi

Á dögunum var málverk í Seđlabankanum af nakinni konu tekiđ niđur ađ ósk viđkvćms starfsmanns. Mynd í Menntaskólanum á Ísafirđi af umdeildum fyrrverandi skólameistara var einnig fjarlćgđ nýlega ađ beiđni nemanda. Ég ćtla ekki ađ fella hér dóm um réttmćti ţessara ákvarđana, heldur ađeins minna á ađ brjóstmynd af Brynjólfi Bjarnasyni stendur fyrir framan hátíđarsal Háskóla Íslands.

Brynjólfur var fyrsti og eini formađur Kommúnistaflokks Íslands, sem var stofnađur í nóvember 1930 og hafđi byltingu á stefnuskrá sinni, enda var rótin ađ klofningi kommúnista og jafnađarmanna á öndverđri tuttugustu öld ađ kommúnistar voru ekki reiđubúnir ađ afneita ofbeldi til ađ ná ţeim markmiđum sem hóparnir tveir deildu. Flokkurinn var í Alţjóđasambandi kommúnista, Komintern, en í stefnuskrá ţess frá 1920 var kveđiđ á um ađ leynilega skyldu skipulagđir hópar sem hrifsađ gćtu völd ef tćkifćri gćfist. Áttu íslenskir kommúnistar vopnabúr og stofnuđu bardagasveit, Varnarliđ verkalýđsins, sem ţrammađi ósjaldan um götur Reykjavíkur á fjórđa áratug og sveiflađi kylfum. Sló iđulega í harđa bardaga milli kommúnista og lögreglu á ţessum árum, ađallega í vinnudeilum. Flokkurinn ţáđi fé á laun frá Moskvu og sendi ţangađ 23 Íslendinga í byltingarţjálfun og ţrjá sjálfbođaliđa til ađ berjast í borgarastríđinu á Spáni.

Brynjólfur og ađrir leiđtogar íslenskra kommúnista skiptu ekki um skođun ţótt ţeir legđu flokk sinn niđur haustiđ 1938 og stofnuđu ásamt ýmsum vinstrimönnum Sósíalistaflokkinn. Höfđu kommúnistar tögl og hagldir í hinum nýja flokki, eins og kom í ljós eftir árás Stalíns á Finnland í nóvemberlok 1939. Ţá voru ţeir ófáanlegir til ađ fordćma árásina og kallađi Brynjólfur mótmćli viđ henni „Finnagaldur“. Brynjólfur var fulltrúi Sósíalistaflokksins á ţingi kommúnistaflokks Ráđstjórnarríkjanna 1952 og lauk rćđu sinni ţar á orđunum: „Lifi kommúnistaflokkur Ráđstjórnarríkjanna, ágćtur af verkum sínum, ţar sem hiđ undirokađa mannkyn á allt sitt traust. Lifi hinn mikli foringi hans, Stalín.“ Eftir ferđ til Kína haustiđ 1958 dáđist Brynjólfur sérstaklega ađ ţví ađ nú gćtu allir satt hungur sitt ţar eystra. Ţá var ađ hefjast óskapleg hungursneyđ í landinu.

Samkvćmt Svartbók kommúnismans, sem Háskólaútgáfan gaf út 2009, týndu um hundrađ milljónir manns lífi af völdum kommúnismans á tuttugustu öld. Ef einhver rök eru til fyrir ţví ađ fjarlćgja ekki brjóstmyndina af Brynjólfi ţá ţćtti mér fróđlegt ađ heyra ţau.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 9. febrúar 2019.)


Bloggfćrslur 9. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband