Hvađ sagđi ég í Pálsborg postula?

Ţegar mér var bođiđ ađ halda fyrirlestur á ráđstefnu brasilískra frjálshyggjustúdenta í Pálsborg postula, Săo Paulo, 13. október 2018, valdi ég efniđ: Norrćnu leiđirnar. Í Rómönsku Ameríku er iđulega horft til Norđurlanda sem fyrirmynda. En velgengni ţessara landa er ekki vegna jafnađarstefnu, eins og sumir halda, heldur ţrátt fyrir hana.

Skýrasta dćmiđ er Svíţjóđ. Ţar hafđi myndast sterk frjálshyggjuhefđ ţegar á átjándu öld. Sćnsk-finnski presturinn Anders Chydenius hafđi sett fram hugmyndina um sátt eiginhagsmuna og almannahagsmuna í krafti frjálsra viđskipta, áđur en Adam Smith gaf henni frćgt nafn, „ósýnilega höndina“. Einn áhrifamesti stjórnmálamađur Svía á nítjándu öld, Johan August Gripenstedt, beitti sér í ráđherratíđ sinni 1848-1866 fyrir víđtćkum umbótum í frelsisátt, og má rekja til ţeirra samfellt hagvaxtarskeiđ í Svíţjóđ í heila öld frá 1870. Nutu jafnađarmenn góđs af, ţegar ţeir komust til valda á fjórđa áratug tuttugustu aldar, og fóru gćtilega í byrjun. Ţeir vildu mjólka kúna í stađ ţess ađ slátra henni.

Upp úr 1970 hófu sćnskir jafnađarmenn hins vegar ađ ganga miklu lengra en áđur í skattheimtu og opinberum afskiptum. Afleiđingarnar urđu, ađ verđmćtasköpun stöđvađist, frumkvöđlar fluttust úr landi og skatttekjur ríkisins jukust ekki lengur međ aukinni skattheimtu. Kýrin var ađ hćtta ađ mjólka. Um og eftir 1990 áttuđu Svíar sig almennt á ţessu, líka jafnađarmenn, og hafa ţeir síđan veriđ ađ fikra sig varlega í átt ađ nýju jafnvćgi, ţar sem velferđarbćtur eru áfram ríflegar, en skattar hóflegri en áđur og sćmilegt svigrúm fyrir einkaframtak. Má ţví međ nokkurri einföldun tala um ţrjár sćnskar leiđir, í anda frjálshyggju 1870-1970, jafnađarstefnu 1970-1990 og málamiđlunar frá 1990.

Á öđrum Norđurlöndum varđ líka til sterk frjálshyggjuhefđ, eins og hin frjálslynda stjórnarskrá Norđmanna á Eiđsvöllum 1814 sýnir. Og uppi á Íslandi talađi Jón Sigurđsson međ glöggum rökum fyrir atvinnufrelsi. Í fyrirlestri mínum í Pálsborg postula komst ég ađ ţeirri niđurstöđu, ađ velgengni Norđurlanda vćri ađallega vegna ţriggja ţátta, öflugs réttarríkis, frjálsra alţjóđaviđskipta og víđtćks gagnkvćms trausts og samkenndar vegna samleitni ţjóđanna, langrar sameiginlegrar sögu og rótgróinna borgaralegra siđa.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 27. október 2018.)


Heimurinn fer batnandi!

Ísland vćri best allra landa, ef ekki vćri fyrir veđriđ og nöldriđ. Líklega ćtti dimmustu vetrarmánuđina ađ bćta viđ ţriđja bölinu, sem okkur hrjáir, myrkrinu. En ţá mćtti minna á tvćr nýlegar og lćsilegar bćkur frá Almenna bókafélaginu, Heimur batnandi fer eftir breska dýrafrćđinginn og metsöluhöfundinn dr. Matt Ridley, sem situr í lávarđadeild breska ţingsins, og Framfarir: Tíu ástćđur til bjartsýni eftir sćnska sagnfrćđinginn og sjónvarpsmanninn Johan Norberg.

Ridley bendir á, ađ heimurinn fari ört batnandi, hvort sem litiđ sé á lífskjör, heilsufar og lćsi eđa margvíslegt minnkandi böl eins og ofbeldisglćpi og stríđsrekstur. Jörđin sé líka ađ grćnka, minna land ţurfi til matvćlaframleiđslu, jafnframt ţví sem umhverfi manna hafi víđast veriđ ađ batna (međ undantekningum eins og Kína). Einhver hlýnun jarđar hefur átt sér stađ, og hún er ađ einhverju leyti af manna völdum, segir Ridley, en óvíst er, ađ hafa ţurfi ţungar áhyggjur af henni. Vandinn hafi veriđ stórlega ýktur.

Norberg vekur athygli á, ađ fátćkt hafi víđast snarminnkađ, ekki síst í krafti frjálsra alţjóđaviđskipta. Tekjudreifing hafi einnig orđiđ jafnari í heiminum, ađallega viđ ţađ ađ feikilegur fjöldi manns hafi međ stórţjóđum eins og Kínverjum og Indverjum brotist til bjargálna. Ţađ sé frekar fagnađarefni en hitt, ađ menn hafi áhyggjur af ójafnri tekjudreifingu, ţví ađ áđur fyrr hafi nánast allir veriđ jafnfátćkir. Norberg bendir á hiđ sama og Ridley, ađ heilsufar hafi batnađ stórkostlega, jafnframt ţví sem dregiđ hafi úr ofbeldi og stríđum fćkkađ. Nýmćli í vísindum og tćkni geri mönnum líka kleift ađ bćta umhverfiđ og verjast hamförum. Ridley og Norberg styđja báđir mál sitt traustum gögnum frá viđurkenndum alţjóđastofnunum.

Sjálfur nýtti ég mér verk ţeirra í skýrslu fyrir hugveituna New Direction í Brussel áriđ 2017. Hún heitir „Green Capitalism“ og er ađgengileg á netinu. Nú um áramót er betra ađ kveikja ljós en bölva myrkrinu.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 29. desember 2018.)


Bloggfćrslur 30. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband