Hvađ hugsuđu ţeir 1. desember 1918?

Fullveldi_HerdubreidÍ dag gefur Almenna bókafélagiđ út rćđusafniđ Til varnar vestrćnni menningu í tilefni 100 ára fullveldis. Ţrjú ţeirra skálda, sem eiga ţar rćđur, sóttu Menntaskólann í Reykjavík veturinn 1918-1919, stóđu í Bakarabrekkunni 1. desember 1918 og horfđu á, ţegar ríkisfáninn íslenski var í fyrsta sinn dreginn ađ hún, en um leiđ dundi viđ 21 fallbyssuskot frá dönsku varđskipi í ytri höfninni til heiđurs hinu nýja ríki.

Davíđ Stefánsson minntist umrćđna um sambandsmáliđ í bađstofunni heima í Fagraskógi nokkrum mánuđum áđur: „Hver átti ađ ráđa hér ríkjum? Íslendingar sjálfir. Ţeir höfđu helgađ sér landiđ međ blóđi og sveita og ţúsund ára erfđum. Um ţađ voru allir sammála, og aldrei heyrđi ég rödd ţjóđarinnar í ţessu máli skýrari en hjá bćndunum í Fagraskógarbađstofunni.“

Tómas Guđmundsson sá roskiđ fólk vikna: „Enn finnst mér sem ég hafi ţarna, í fyrsta og síđasta sinn á ćvinni, stađiđ frammi fyrir ţjóđ, sem komin var um langan veg út úr nótt og dauđa, hafđi ţolađ ofurmannlegar raunir, en lifađ af vegna ţess, ađ hún hafđi alla tíđ varđveitt vonina um ţennan dag í hjarta sínu.“

Guđmundur G. Hagalín hugsađi: „Hvort mundi ekki standa ţarna á stjórnarráđsblettinum ósýnileg fylking – ekki ađeins frćkinna foringja, heldur og hins óbreytta liđs, vađmálsklćddra bćnda og sjómanna í skinnstökkum, manna, sem ţorađ höfđu „Guđi ađ treysta, hlekki hrista, hlýđa réttu, góđs ađ bíđa,“ ţá er gćfa ţessarar ţjóđar virtist „lút og lítilsigld“, ţegar danskir höndlarar voru hjér ćriđ dreissugir og dönsk stjórnarvöld eygđu ekki einu sinni í ljótum draumi ţá stund, sem dönsk fallstykki dunuđu til heiđurs alíslenskum fána?“

Fullveldiđ markađi miklu frekar aldaskil en lýđveldisstofnunin 1944. Til varđ nýtt ríki 1918 og öđlađist viđurkenningu annarra ríkja, en líklega er ekki ofsagt, ađ 1944 vćri ađeins skipt um embćttisheiti ţjóđhöfđingjans.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 1. desember 2018.)


Bloggfćrslur 1. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband