Í köldu stríđi

Áriđ 2014 sendi Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblađsins, frá sér bókina Í köldu stríđi, ţar sem hann sagđi frá baráttu sinni og Morgunblađsins í kalda stríđinu, sem hófst, ţegar vestrćn lýđrćđisríki ákváđu ađ veita kommúnistaríkjunum í Miđ- og Austur-Evrópu viđnám. Íslendingar gengu ţá til liđs viđ ađrar frjálsar ţjóđir, sem mynduđu međ sér varnarbandalag, Atlantshafsbandalagiđ. En hér starfađi líka Sósíalistaflokkur, sem ţáđi verulegt fé frá Moskvu og barđist fyrir hagsmunum Kremlverja. Hélt hann úti dagblađinu Ţjóđviljanum og átti talsverđar húseignir í Reykjavík.

Styrmir hafđi njósnara í Sósíalistaflokknum, sem gaf honum skýrslur. Ein skýrslan hefur ekki vakiđ ţá athygli sem skyldi (bls. 123). Hún er frá janúar 1962. Segir ţar frá fundi í einni sellu Sósíalistaflokksins, ţar sem ónafngreindur námsmađur í Austur-Ţýskalandi talađi, og geri ég ráđ fyrir, ađ hann hafi veriđ Guđmundur Ágústsson, sem seinna varđ formađur Alţýđubandalagsfélags Reykjavíkur.

„Skýrđi hann frá ţví ađ hann stundađi nám viđ skóla ţar sem kennd vćri pólitík og njósnir en hann mun hafa annađ nám ađ yfirvarpi. Rétt er ađ geta ţess ađ áđur en [Guđmundur] byrjađi ađ tala spurđi hann deildarformann, hvort ekki vćri óhćtt ađ tala opinskátt. Formađur hélt ţađ nú vera. [Guđmundur] skýrđi einnig frá ţví, ađ í fyrra hefđi ekki veriđ nćgilegt fé fyrir hendi til ţess ađ standa straum af kostnađi viđ ţá Íslendinga sem dveldust í Austur-Ţýskalandi á vegum flokksins hér og ţess vegna hefđu veriđ tekin inn á fjárlög austurţýska ríkisins (ţó ekki ţannig, ađ beinlínis hafi komiđ fram) 180 ţúsund austurţýsk mörk til ţess ađ standa straum af útgjöldum íslenska kommúnistaflokksins í Austur-Ţýskalandi.“ Enn segir í skýrslunni: „Ţá sagđi [Guđmundur], ađ međal kommúnista í Austur-Evrópu ríki mikil ánćgja međ Ţjóđviljann, sem taliđ vćri eitt besta blađ kommúnista á Vesturlöndum.“

Ţađ er merkilegt, ađ sósíalistarnir á sellufundinum virđast hafa látiđ sér vel líka uppljóstranir námsmannsins unga. Ekki er síđur fróđlegt ađ kommúnistar í Austur-Evrópu skyldu hafa taliđ Ţjóđviljann „besta blađ kommúnista á Vesturlöndum“.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. nóvember 2018.)


Bloggfćrslur 7. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband