Viska og viðkvæmni í sögu Austens

Í áróðri sínum fyrir ofursköttum á auðmenn vitnar franski hagfræðingurinn Thomas Piketty óspart í skáldsögur þeirra Honorés de Balzacs og Jane Austens: Nú sé dreifing tekna og eigna að verða eins ójöfn og á dögum þeirra, á öndverðri nítjándu öld. Ég hef þegar bent á, að skáldsaga Balzacs, Faðir Goriot, er ekki um óviðráðanlega upphleðslu auðs, heldur fallvelti hans. Skáldsaga Austens, Viska og viðkvæmni (Sense and sensibility), styður ekki heldur hugmyndir Pikettys.

jane-austen-9192819-1-402Flestir þekkja eflaust þessa skáldsögu af verðlaunamynd Emmu Thompsons eftir henni. Hún er um Dashwood-systurnar þrjár, sem standa skyndilega uppi tekjulágar og eignalitlar, eftir að faðir þeirra fellur frá og eldri hálfbróðir þeirra efnir ekki loforð um að sjá fyrir þeim. Hrekjast þær ásamt móður sinni af óðalinu, þar sem þær höfðu alist upp. En þetta segir okkur ekkert um þá tekjudreifingu samkvæmt frjálsu vali á markaði, sem Piketty hefur þyngstar áhyggjur af, heldur sýnir aðeins, hversu ranglátur óðalsrétturinn forni var, þegar elsti sonur erfði ættarjörðina óskipta. Þetta sýnir líka, hversu ranglátt það var, þegar stúlkur nutu ekki erfða til jafns við syni. Nú á dögum eru báðar þessar reglur fallnar úr gildi.

Leiða má þetta í ljós með hinum kunna Gini-mælikvarða á tekjudreifingu. Þegar einn aðili í hóp hefur allar tekjurnar, er Gini-stuðullinn 1, en þegar allir í honum hafa sömu tekjur, er hann 0. Hefðu Dashwood-systurnar erft sama hlut og hálfbróðir þeirra, eins og verið hefði á okkar dögum, þá hefði Gini-stuðullinn um tekjur þeirra eða eignir verið 0. En af því að hálfbróðirinn erfði allt einn, var hann 1.

Elsta Dashwood-systirin, Elinor, er skynsöm og jarðbundin, en systir hennar, Marianne, lætur iðulega tilfinningarnar ráða. Marianne verður ástfangin af hinum glæsilega John Willoughby, sem lætur fyrst dátt við hana, en kvænist síðan til fjár, eftir að hann hafði sólundað arfi sínum, og er það eitt dæmið af mörgum úr skáldsögum Balzacs og Austens um fallvelti auðsins. Allt fer þó vel að lokum. Marianne lætur skynsemina ráða, og þær Elinor giftast mönnum, sem þær treysta. Nú á dögum hefðu þær líka haldið út á vinnumarkaðinn og orðið fjárhagslega sjálfstæðar. Kapítalisminn leysti fólk úr álögum, ekki síst konur.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 25. maí 2019.)


Auðnum fórnað fyrir ástríður

Í bókinni Fjármagni á 21. öld heldur Thomas Piketty því fram, að auður sé að hlaðast upp í höndum örfárra manna, svo að þjóðskipulagið sé að verða svipað því, sem var á fyrri hluta 19. aldar, þegar dreifing tekna og eigna var mjög ójöfn. Piketty vitnar óspart í skáldsögu Honorés de Balzacs, Föður Goriot, máli sínu til stuðnings, en hún kom út í íslenskri þýðingu Sigurjóns Björnssonar árið 2017.

imagesÞegar sú saga er hins vegar lesin, sést, að hún er ekki um það, að auðurinn festist í höndum einstakra manna, heldur einmitt um hitt, hversu fallvaltur hann sé. Goriot var auðugur kaupmaður, sem elskaði dætur sínar tvær út af lífinu og hafði afhent þeim nær allt sitt fé. Hann er dæmi um mann, sem lætur ástríður ráða, ekki fégirnd. Dætur hans, sem giftust aðalsmönnum, eru báðar í fjárhagsvandræðum, því að friðlar þeirra eru þurftafrekir, en eiginmennirnir naumir á fé. Grípur önnur þeirra til þess óyndisúrræðis að hnupla ættardýrgripum eiginmannsins og selja.

Aðalsöguhetjan, sem býr á sama fátæklega gistiheimilinu og Goriot, hinn ungi og metnaðargjarni Eugène de Rastignac, lifir langt umfram efni. Piketty vitnar óspart í ræðu, sem dularfullur náungi á gistiheimilinu, Vautrin, heldur yfir Rastignac um, hvernig hann eigi að öðlast frama með því að brjóta öll boðorð. En Vautrin hafði sjálfur fórnað starfsframa sínum fyrir myndarlegan afbrotamann, sem hann hafði lagt ást á (og er þetta ein fyrsta lýsingin í franskri skáldsögu á samkynhneigð). Vautrin er að lokum handtekinn fyrir ýmsa glæpi og getur því varla talist heppilegur kennari um það, hvernig eigi að safna auði og öðlast frama.

Í lok ræðu sinnar segir Vautrin, að á bak við illskýranleg auðæfi leynist jafnan einhver óupplýstur glæpur, sem eigi eftir að gleymast. Mario Puzo, höfundur Guðföðurins, einfaldaði síðar þessi orð: „Á bak við  mikil auðæfi leynist ætíð glæpur.“ Er sú afdráttarlausa fullyrðing miklu hæpnari en hin, sem Balzac lagði í munn Vautrins. Hvað sem því líður, er skáldsagan Faðir Goriot ekki um auð, heldur vöntun hans.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 18. maí 2019. Myndin er af Balzac.)


Piketty, auður og erfðir

Franski hagfræðingurinn Tómas Piketty, sem sendi ári 2014 frá sér bókina Fjármagn á 21. öld, er átrúnaðargoð vinstri manna. Hann vill leggja ofurskatta á stóreignafólk, enda sé velmegun miklu meira áhyggjuefni en fátækt. Telur hann auð í höndum einkaaðila hafa tilhneigingu til þess við óheftan kapítalisma að hlaðast upp: hann vaxi oftast hraðar en atvinnulífið í heild.

Er þetta rétt? Bandaríska tímaritið Forbes birtir árlega lista um ríkustu milljarðamæringa heims. Árið 1987 voru sex af tíu efstu japanskir, aðallega eigendur fasteigna. Auður þeirra er nær allur horfinn. Hinir sænsku Rausing-bræður, sem voru í sjötta sæti, ávöxtuðu fé sitt betur, en þó aðeins um 2,7% á ári. Reichmann-bræður, sem voru í sjöunda sæti, urðu síðar gjaldþrota, þótt einn þeirra ætti eftir að efnast aftur. Kanadíski kaupsýslumaðurinn Kenneth Ray Thomson náði besta árangri á meðal hinna tíu ríkustu í heimi. Hann ávaxtaði fé sitt þó ekki nema um 2,9%. Hagvöxtur er oft meiri.

warren-buffett-booksSíðasti listi Forbes er frá 2018. Nú eru sjö af tíu efstu bandarískir, og sköpuðu flestir þeirra auð sinn sjálfur, þar á meðal Jeff Bezos í Amazon, Bill Gates í Microsoft, Mark Zuckerberg í Facebook og fjárfestirinn Warren Buffet. Nú er um tveir þriðju hlutar allra milljarðamæringanna á listanum menn, sem hafa skapað auð sinn sjálfir.

Þessi þróun er enn skýrari, þegar árlegur listi Lundúnablaðsins Sunday Times um þúsund ríkustu menn Bretlands er skoðaður. Árið 2018 höfðu hvorki meira né minna en 94% þeirra orðið auðugir af eigin rammleik. Þegar sá listi var fyrst birtur 1989, átti það aðeins við um 43% þeirra. Þá voru dæmigerðir auðmenn landeigendur, sem skörtuðu aðalstitli. Nú er öldin önnur.

Piketty kann að hafa rétt fyrir sér um, að hlutur auðmanna í heildartekjum sé nú stærri en áður, þótt kjör hinna fátækustu hafi vissulega um leið stórbatnað. En það er vegna þess, að heimskapítalisminn hefur gert þeim kleift að skapa auð, sem ekki var til áður. Þetta eru framkvæmdamenn og frumkvöðlar, skapendur auðs, ekki erfingjar.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 11. maí 2019. Myndin er af Buffett.)


Piketty um borð í Titanic

f90b61e9-4fc4-4e6d-87b2-bb2df47bb57fTómas Piketty, helsti spekingur jafnaðarmanna um þessar mundir, hefur miklu meiri áhyggjur af auðmönnum en fátæklingum. Hann vill ekki aðeins dalina upp, heldur líka fjöllin niður, eins og Jón Trausti hefði orðað það. Í bók sinni, Fjármagni á 21. öld, víkur Piketty að feigðarför farþegaskipsins Titanic árið 1912 og segir, að stéttaskiptingin um borð hafi endurspeglað stéttaskiptinguna í Bandaríkjunum. Þótt hinn ógeðfelldi Hockley hafi verið hugsmíð James Camerons, hefði hann getað verið til.

Líking Pikettys er hæpin. Farþegar um borð í skipi hafa keypt miða hver á sitt farrými, svo að segja má, að þeir verðskuldi hver sinn stað. Líklega voru miðarnir á þriðja farrými á Titanic einmitt ódýrari, af því að gestirnir á fyrsta farrými greiddu hátt verð fyrir sína miða. Farþegar á skipi geta sjaldnast flust milli farrýma. En í Bandaríkjunum fyrir 1914 braust fjöldi manns með dugnaði og áræðni úr fátækt í bjargálnir, eins og dæmi margra örsnauðra innflytjenda sýndi.

Hinn ógeðfelldi Hockley var ekki til. Hann var hugsmíð. En margir raunverulegir auðmenn voru farþegar á Titanic. Tveir þeirra, Benjamin Guggenheim og John Jacob Astor IV, neituðu að fara um borð í björgunarbáta, fyrr en allar konur og börn hefðu komist þangað. Báðir fórust með skipinu. Ida og Isidor Strauss, sem áttu vöruhúsakeðjuna Macy’s, voru einnig farþegar. Ida neitaði að stíga niður í björgunarbát án manns síns. Hún vildi eins og Bergþóra forðum heldur deyja í faðmi manns síns.

Fátækur skipverji, George Symons, varð hins vegar alræmdur, þegar honum var falin umsjá björgunarbáts, sem tók fjörutíu manns. Hann hleypti þangað sex öðrum skipverjum og fimm farþegum af fyrsta farrými, en lagði síðan frá. Fátækir menn þurfa ekki að vera betri en ríkir. Manngæska skiptist eftir öðru lögmáli en andstæðurnar auður og ekla.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 4. maí 2019.)


Piketty: Tómlæti um fátækt

Munurinn á tveimur helstu spámönnum jafnaðarmanna á okkar dögum, John Rawls og Tómasi Piketty, er, að Rawls hefur áhyggjur af fátækt, en Piketty af auðlegð. Mér finnst skoðun Rawls heilbrigðari. Fátækt er böl, en auðlegð blessun. Ég get sofið á næturnar, þótt öðrum gangi vel.

Ef til vill var þess ekki að vænta, að Piketty gerði fátækt að neinu aðalatriði, því að mjög hefur dregið úr henni í heiminum síðustu áratugi. Samkvæmt nýlegri skýrslu Alþjóðabankans bjó röskur þriðjungur mannkyns við sára fátækt eða örbirgð árið 1990. En aldarfjórðungi síðar, árið 2015, var þessi tala komin niður í einn tíunda hluta mannkyns.

Hundruð milljóna Kínverja hafa brotist úr fátækt til bjargálna vegna þess, að Kína ákvað upp úr 1980 að tengjast alþjóðakapítalismanum. En hagkerfið á meginlandi Kína er aðeins eitt af fjórum kínverskum hagkerfum. Lífskjarabætur hafa orðið miklu meiri í þeim þremur kínversku hagkerfum, sem reist eru á ómenguðum kapítalisma. Árið 2017 var landsframleiðsla á mann 57.700 Bandaríkjadalir í Singapúr, 46.200 í Hong Kong og 24.300 í Taívan, en aðeins 8.800 í Kína. Og frjálsu kínversku hagkerfin þrjú sluppu við ofsakommúnisma Maós, en í hungursneyðinni vegna „Stóra stökksins“ í Kína 1958–1962 týndu um 44 milljónir manna lífi.

Talnarunur um tekjur mega síðan ekki dylja þá staðreynd, að lífið er almennt orðið miklu þægilegra. Kjör fátæks fólks eru nú jafnvel um margt betri en kjör ríks fólks fyrir tveimur öldum vegna bíla, vatnslagna, húshitunar og húskælingar, ísskápa, síma, netsambands, ódýrra flugferða og ótal annarra lífsgæða. Venjulegur launþegi vann fyrir 186 ljósastundum (Lumen-stundum) um miðja þrettándu öld, en fyrir 8,4 milljónum árið 2018.

Lífið er ekki aðeins orðið betra, heldur lengra. Árið 1751 voru lífslíkur við fæðingu 38 ár í Svíþjóð, en árið 2016 82 ár. Árið 1838 voru lífslíkur við fæðingu 33 ár á Íslandi, en árið 2016 hinar sömu og í Svíþjóð, 82 ár. Heilsa hefur batnað og menntun aukist. Árið 1950 hafði um helmingur mannkyns aldrei gengið í skóla. Árið 2010 var þessi tala komin niður í einn sjöunda hluta mannkyns. Allt skiptir þetta máli í umræðum um auð og eklu.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 27. apríl 2019.)


Valin verk síðustu þriggja ára

20190326_ernir_MG_6275

 

Við kennarar í stjórnmálafræðideild vorum nýlega beðin að skila inn upplýsingum um áhugasvið, menntun, starfsferil og valin verk síðustu þriggja ára vegna sjálfsmats deildarinnar á ensku. Hér er framlag mitt, en mörgu varð að sleppa, því að það mátti aðeins vera ein blaðsíða:

Research Field: Political philosophy; political economy; contemporary history

Education

B.A. History and Philosophy, Faculty of Humanities, University of Iceland 1979.

cand.mag. History, Faculty of Humanities, University of Iceland 1982.

D.Phil. Politics, Faculty of Social Studies, University of Oxford 1985.

Employment

Director of Jon Thorlaksson Institute, 1983–93.

Professor of Politics, University of Iceland, 1988–

Member of the Board, Mont Pelerin Society, 1998–2004.

Member of the Board, Central Bank of Iceland, 2001–9.

Academic Director of RNH (Icelandic Research Centre for Innovation and Economic Growth), 2012–

Visiting Professor or Scholar, Stanford University, UCLA, George Mason University, LUISS (Rome).

Selected Publications (last three years)

Ólafur Björnsson [biography of a leading Icelandic economist]. Andvari, 141 (2016), 11–74.

The Nordic Models. Brussels: New Direction, 2016. 107 pp.

In Defence of Small States. Brussels: New Direction, 2016. 82 pp.

Saga stjórnmálakenninga [History of Political Thought]. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2016. 352 pp.

No Wrongdoing: The First Casualty of the Panama Papers. Cayman Financial Review, 43 (2016), 14–15.

The Saga of Egil [condensation of Egils saga]. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2016.

Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries. Econ Journal Watch, 14:3 (2017), 241–73.

Anti-Liberal Narratives about Iceland. Econ Journal Watch, 14:4 (2017), 362–92.

Marx in a Cold Climate. The Conservative, 3 (2017), 42–46.

Why Small Countries Are Richer and Happier. The Conservative, 4 (2017), 79–82.

Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature. Brussels: New Direction, 2017. 61 pp.

Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Private Property Rights. Brussels: New Direction, 2017. 69 pp.

Lessons for Europe from the Icelandic Bank Collapse. Brussels: New Direction, 2017. 93 pp.

The Saga of Gudrun [condensation of Laxdæla]. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2017. 58 pp.

The Saga of Burnt Njal [condensation of Brennu-Njáls saga]. Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2017. 72 pp.

Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson. Econ Journal Watch, 15:3 (2018), 322–50.

Two Germans in Iceland: The Jewess who Became an Icelander and the Nazi who Became a Communist. Totalitarianism, Deportation and Emigration. Proceedings of an international conference in Viljandi, Estonia, 2016, 58–73. Prague: Platform of European Memory and Conscience, 2018.

Totalitarianism in Europe: Three Case Studies. Brussels: ACRE, 2018. 50 pp.

Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958 [Collection of speeches by prominent anti-communists]. Introduction (40 pp.) and Endnotes (70 pp.). Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2018.

Foreign Factors in the 2008 Icelandic Bank Collapse. Report to the Ministry of Finance and Economic Affairs. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, 2018. 211 pp.

Why Conservatives Should Support the Free Market. Brussels: New Direction, 2018. 65 pp.

Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists. Brussels: New Direction, 2018. 103 pp.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband