Hvađ sagđi ég í Pálsborg postula?

Ţegar mér var bođiđ ađ halda fyrirlestur á ráđstefnu brasilískra frjálshyggjustúdenta í Pálsborg postula, Săo Paulo, 13. október 2018, valdi ég efniđ: Norrćnu leiđirnar. Í Rómönsku Ameríku er iđulega horft til Norđurlanda sem fyrirmynda. En velgengni ţessara landa er ekki vegna jafnađarstefnu, eins og sumir halda, heldur ţrátt fyrir hana.

Skýrasta dćmiđ er Svíţjóđ. Ţar hafđi myndast sterk frjálshyggjuhefđ ţegar á átjándu öld. Sćnsk-finnski presturinn Anders Chydenius hafđi sett fram hugmyndina um sátt eiginhagsmuna og almannahagsmuna í krafti frjálsra viđskipta, áđur en Adam Smith gaf henni frćgt nafn, „ósýnilega höndina“. Einn áhrifamesti stjórnmálamađur Svía á nítjándu öld, Johan August Gripenstedt, beitti sér í ráđherratíđ sinni 1848-1866 fyrir víđtćkum umbótum í frelsisátt, og má rekja til ţeirra samfellt hagvaxtarskeiđ í Svíţjóđ í heila öld frá 1870. Nutu jafnađarmenn góđs af, ţegar ţeir komust til valda á fjórđa áratug tuttugustu aldar, og fóru gćtilega í byrjun. Ţeir vildu mjólka kúna í stađ ţess ađ slátra henni.

Upp úr 1970 hófu sćnskir jafnađarmenn hins vegar ađ ganga miklu lengra en áđur í skattheimtu og opinberum afskiptum. Afleiđingarnar urđu, ađ verđmćtasköpun stöđvađist, frumkvöđlar fluttust úr landi og skatttekjur ríkisins jukust ekki lengur međ aukinni skattheimtu. Kýrin var ađ hćtta ađ mjólka. Um og eftir 1990 áttuđu Svíar sig almennt á ţessu, líka jafnađarmenn, og hafa ţeir síđan veriđ ađ fikra sig varlega í átt ađ nýju jafnvćgi, ţar sem velferđarbćtur eru áfram ríflegar, en skattar hóflegri en áđur og sćmilegt svigrúm fyrir einkaframtak. Má ţví međ nokkurri einföldun tala um ţrjár sćnskar leiđir, í anda frjálshyggju 1870-1970, jafnađarstefnu 1970-1990 og málamiđlunar frá 1990.

Á öđrum Norđurlöndum varđ líka til sterk frjálshyggjuhefđ, eins og hin frjálslynda stjórnarskrá Norđmanna á Eiđsvöllum 1814 sýnir. Og uppi á Íslandi talađi Jón Sigurđsson međ glöggum rökum fyrir atvinnufrelsi. Í fyrirlestri mínum í Pálsborg postula komst ég ađ ţeirri niđurstöđu, ađ velgengni Norđurlanda vćri ađallega vegna ţriggja ţátta, öflugs réttarríkis, frjálsra alţjóđaviđskipta og víđtćks gagnkvćms trausts og samkenndar vegna samleitni ţjóđanna, langrar sameiginlegrar sögu og rótgróinna borgaralegra siđa.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 27. október 2018.)


Heimurinn fer batnandi!

Ísland vćri best allra landa, ef ekki vćri fyrir veđriđ og nöldriđ. Líklega ćtti dimmustu vetrarmánuđina ađ bćta viđ ţriđja bölinu, sem okkur hrjáir, myrkrinu. En ţá mćtti minna á tvćr nýlegar og lćsilegar bćkur frá Almenna bókafélaginu, Heimur batnandi fer eftir breska dýrafrćđinginn og metsöluhöfundinn dr. Matt Ridley, sem situr í lávarđadeild breska ţingsins, og Framfarir: Tíu ástćđur til bjartsýni eftir sćnska sagnfrćđinginn og sjónvarpsmanninn Johan Norberg.

Ridley bendir á, ađ heimurinn fari ört batnandi, hvort sem litiđ sé á lífskjör, heilsufar og lćsi eđa margvíslegt minnkandi böl eins og ofbeldisglćpi og stríđsrekstur. Jörđin sé líka ađ grćnka, minna land ţurfi til matvćlaframleiđslu, jafnframt ţví sem umhverfi manna hafi víđast veriđ ađ batna (međ undantekningum eins og Kína). Einhver hlýnun jarđar hefur átt sér stađ, og hún er ađ einhverju leyti af manna völdum, segir Ridley, en óvíst er, ađ hafa ţurfi ţungar áhyggjur af henni. Vandinn hafi veriđ stórlega ýktur.

Norberg vekur athygli á, ađ fátćkt hafi víđast snarminnkađ, ekki síst í krafti frjálsra alţjóđaviđskipta. Tekjudreifing hafi einnig orđiđ jafnari í heiminum, ađallega viđ ţađ ađ feikilegur fjöldi manns hafi međ stórţjóđum eins og Kínverjum og Indverjum brotist til bjargálna. Ţađ sé frekar fagnađarefni en hitt, ađ menn hafi áhyggjur af ójafnri tekjudreifingu, ţví ađ áđur fyrr hafi nánast allir veriđ jafnfátćkir. Norberg bendir á hiđ sama og Ridley, ađ heilsufar hafi batnađ stórkostlega, jafnframt ţví sem dregiđ hafi úr ofbeldi og stríđum fćkkađ. Nýmćli í vísindum og tćkni geri mönnum líka kleift ađ bćta umhverfiđ og verjast hamförum. Ridley og Norberg styđja báđir mál sitt traustum gögnum frá viđurkenndum alţjóđastofnunum.

Sjálfur nýtti ég mér verk ţeirra í skýrslu fyrir hugveituna New Direction í Brussel áriđ 2017. Hún heitir „Green Capitalism“ og er ađgengileg á netinu. Nú um áramót er betra ađ kveikja ljós en bölva myrkrinu.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 29. desember 2018.)


Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2018

[Ég ţarf ađ gera rannsóknarskýrslu fyrir Háskólann á hverju ári og fer hér eftir flokkun hans:]

 

Alţjóđleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa međ alţjóđlega skírskotun:

Totalitarianism in Europe: Three Case Studies. Brüssel: ACRE [Alliance of Conservatives and Reformists in Europe] 2018.

 

Ritgerđir í ritrýndum erlendum frćđitímaritum:

Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson, Econ Journal Watch, 15. árg. 3. hefti, bls. 322–350.

 

Greinar í ritrýndum íslenskum tímaritum:

Erlendir áhrifaţćttir bankahrunsins 2008. Ţjóđmál, 14. árg. 4. hefti 2018, 70–73.

 

Greinar í ráđstefnuritum:

Two Germans in Iceland: The Jewess who Became an Icelander and the Nazi who Became a communist. Totalitarianism, deportation and emigration. Edited by Peter Rendek. Copyediting by Gillian Purves. Proceedings of the International Conference 2016: Viljandi, Estonia, June 28-30, 2016.

 

Erindi á alţjóđlegri ráđstefnu:

Lessons from the Icelandic bank collapse. Ráđstefna APEE, Association of Private Enterprise Education, Las Vegas 1.–5. apríl 2018.

HHG.Brussels.ACRE.2018

Green Capitalism. Erindi á umhverfisráđstefnu ACRE [Alliance of Conservatives and Reformists in Europe], Blue-Green Summit, í Brüssel 24. maí 2018.

IMG_0341

The Nordic Models. Fyrirlestur á ráđstefnu Atlas Network, European Liberty Forum, í Kaupmannahöfn 30. maí 2018.

Education for a Free Society. Erindi á ráđstefnu ACRE [Alliance of Conservatives and Reformists in Europe] í Bakú 9. júní 2018.

HHG.Tallinn.2018

A Spectre is Haunting Europe. Fyrirlestur á ráđstefnu Estonian Institute of Historical Memory 23. ágúst 2018.

The Nordic Countries: Prosperity Despite Redistribution. Erindi á alţjóđlegri ráđstefnu Students for Liberty, Brazil, Săo Paulo 13. október 2018.

Making them Heard: Voices of the Victims. Erindi á alţjóđlegri ráđstefnu, The Dark Side of the Moon: Dealing with the Totalitarian Past – Confrontations and Reflections, í Ljubljana 14. nóvember 2018.

 

Erindi á frćđilegu málţingi, málstofu eđa fundi fyrir faghópa:

Frjálshyggjurnar eru jafnmargar frjálshyggjumönnunum. Erindi á leiđtoganámskeiđi Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema og Students for Liberty í Kópavogi 13. janúar 2018.

Líftaug landsins. Erindi á ráđstefnu Sagnfrćđistofnunar Háskóla Íslands um utanríkisviđskipti Íslendinga frá öndverđu 16. janúar 2018.

Alrćđi í Evrópu: Ţrjár rannsóknir. Erindi á fundi Stofnunar stjórnsýslufrćđa og stjórnmála 26. apríl 2018.

HHG.Kópavogur.17.11.2018

Bankahruniđ 2008. Erindi á morgunfundi Sjálfstćđisfélags Kópavogs 17. nóvember 2018.

 

Ritstjóri bókar:

Til varnar vestrćnni menningu: Rćđur sex rithöfunda 1950–1958. Höfundar Tómas Guđmundsson, Gunnar Gunnarsson, Kristmann Guđmundsson, Guđmundur G. Hagalín, Sigurđur Einarsson í Holti og Davíđ Stefánsson. Formáli og skýringar eftir Hannes H. Gissurarson. Reykjavík: Almenna bókafélagiđ 2018.

 

Skýrslur:

HHG.Bjarni

Foreign Factors in the 2008 Icelandic Bank Collapse. Skýrsla fyrir fjármálaráđuneytiđ. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 2018.

Why Conservatives Should Support the Free Market. Brüssel: New Direction, 2018.

Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists. Brüssel: New Direction, 2018.

 

Frćđsluefni fyrir almenning. Blađagreinar:

Ţví var bjargađ sem bjargađ varđ: Davíđ Oddsson og bankahruniđ 2008. Morgunblađiđ 17. janúar 2018.

Beiting hryđjuverkalaganna var Bretum til minnkunar. Morgunblađiđ 26. september 2018.

Íslendingum var neitađ um ađstođ, sem ađrir fengu. Morgunblađiđ 27. september 2018.

Viđbrögđ stjórnvalda viđ bankahruninu voru skynsamleg. Morgunblađiđ 28. september 2018.

Framkoma sumra granna var siđferđilega ámćlisverđ. Morgunblađiđ 29. september 2018.

Ađ fengnu fullveldi: Ísland eđa Sovét-Ísland? Morgunblađiđ 1. desember 2018.

 

Frćđsluefni fyrir almenning. Fróđleiksmolar:

Bókabrennur. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 6. janúar 2018.

Trump, Long og Jónas frá Hriflu. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 13. janúar 2018.

Líftaug landsins. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 20. janúar 2018.

Andmćlti Davíđ, en trúđi honum samt. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 27. janúar 2018.

Spurning drottningar. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. febrúar 2018.

Hún líka. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 10. febrúar 2018.

Sartre og Gerlach á Íslandi. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 17. febrúar 2018.

Hann kaus frelsiđ. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 24. febrúar 2018.

Ţrír hugsjónamenn gegn alrćđi. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. mars 2018.

Böđullinn drepur alltaf tvisvar. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 10. mars 2018.

Hádegisverđur í Stellenbosch. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 17. mars 2018.

Heimsókn Řverlands. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 24. mars 2018.

Hvađ segi ég í Las Vegas? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 31. mars 2018.

Máliđ okkar. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. apríl 2018.

Grafir án krossa. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. apríl 2018.

Ţrjár örlagasögur. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. apríl 2018.

Skrafađ um Laxness. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. apríl 2018.

Marx 200 ára. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 5. maí 2018.

Ţokkafull risadýr. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 12. maí 2018.

Hvađ segi ég í Brüssel? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 19. maí 2018.

Hvađ segi ég í Kaupmannahöfn? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 26. maí 2018.

Skerfur Íslendinga. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 2. júní 2018.

Jordan Peterson. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 9. júní 2018.

Hvađ sagđi ég í Bakú? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 16. júní 2018.

Stolt ţarf ekki ađ vera hroki. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 23. júní 2018.

Hvađ er ţjóđ? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 30. júní 2018.

Knattspyrnuleikur eđa dagheimili? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 7. júlí 2018.

Napóleonshatturinn og Hannes Hafstein. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 14. júlí 2018.

Söguskýringar prófessors. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. júlí 2018.

Ţarf prófessorinn ađ kynnast sjálfum sér? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 28. júlí 2018.

Fyrir réttum tíu árum. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 4. ágúst 2018.

Engin vanrćksla. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 11. ágúst 2018.

Hlátrasköllin voru vart ţögnuđ. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 18. ágúst 2018.

Hvađ sagđi ég í Tallinn? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 25. ágúst 2018.

Leynifundur hjá Hrunmangarafélaginu. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 1. september 2018.

Gylfi veit sínu viti. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 8. september 2018.

Ţórbergur um nasistasöng. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 15. september 2018.

Villan í „leiđréttingu“ Soffíu Auđar. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 22. september 2008.

„Hollenska minnisblađiđ.“ Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 29. september 2018.

Bankahruniđ: Svartur svanur. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 6. október 2018.

„Ein stór sósíalistahjörđ.“ Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 13. október 2018.

Hvađ sagđi ég á Stóru hundaeyju? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 20. október 2018.

Hvađ sagđi ég í Pálsborg postula? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 27. október 2018.

Í köldu stríđi. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 3. nóvember 2018.

11. nóvember 1918. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 10. nóvember 2018.

Hvađ sagđi ég í Ljúbljana? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 17. nóvember 2018.

Prag 1948. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 24. nóvember 2018.

Hvađ hugsuđu ţeir 1. desember 1918? Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 1. desember 2018.

Vegurinn og ţokan. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 8. desember 2018.

Ţingmönnum útskúfađ 1939. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 15. desember 2018.

Hrópleg ţögn. Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 22. desember 2018.

Heimur batnandi fer! Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 29. desember 2018.

 


Hrópleg ţögn

Rómverski mćlskugarpurinn Cicero sagđi: „Cum tacent clamant.“ Međ ţögninni er hrópađ. Og frćg eru ţau ummćli dr. Björns Sigfússonar háskólabókavarđar í formála Ljósvetninga sögu, ađ ţögnin vćri fróđleg, ţó ađ henni mćtti ekki treysta um hvert einstakt atriđi. Ýmis dćmi eru til á Íslandi um ţögn, sem er í senn hrópleg og fróđleg.

Eitt er af íslenskum marxistum. Einhverjir ţeirra hljóta ađ hafa vitađ, ađ Marx og Engels minntust nokkrum sinnum á Íslendinga. Marx segir frá ţví í bréfi til Engels 1855, ţegar hann gerđi gys ađ hreintungustefnu Íslendinga í samtali viđ Bruno Bauer. Og Engels fer hinum verstu orđum um Íslendinga í bréfi til Marx 1846: Ţeir „tala alveg sömu tungu og ţessir subbulegu víkingar frá anno 900, súpa lýsi, búa í jarđhýsum og ţrífast ekki nema loftiđ lykti af úldnum fiski.“ Hvorugt bréfiđ er birt í Úrvalsritum Marx og Engels, sem komu út hjá Heimskringlu í tveimur bindum 1968. Höfđu bćđi bréfin ţó birst í heildarútgáfu verka Marx og Engels hjá Dietz í Austur-Berlín.

Annađ dćmi er af Hermanni Jónassyni og Bandaríkjamönnum. Í skeyti frá rćđismanni Bandaríkjanna á Íslandi 23. júní 1941 segir: „Forsćtisráđherra óskar eftir ţví, ađ engir negrar verđi í hersveitinni, sem send verđur hingađ.“ Ţessar setningar voru felldar niđur úr útgáfu Bandaríkjastjórnar 1959 á skjölum um utanríkismál, en án úrfellingarmerkis, og komst prófessor Ţór Whitehead ađ ţessu međ ţví ađ skođa frumskjaliđ. Skiljanlegt var, ađ Bandaríkjastjórn skyldi ekki endurprenta orđ Hermanns, en óneitanlega hefđi mátt sýna ţađ međ úrfellingarmerki.

Ţriđja dćmiđ er af Halldóri K. Laxness. Ţegar Stalín gerđi griđasáttmála viđ Hitler 1939, snerist Laxness á svipstundu frá fyrri andstöđu viđ nasismann og sagđi, ađ nú vćri Hitler orđinn „spakur seppi“. Hann snerist aftur 1941, eftir ađ Hitler rauf sáttmálann og réđst á Rússland, og skrifađi greinina „Vopniđ í Ráđstjórnarríkjunum“ í ritiđ 25 ára ráđstjórn 1942. Ţar lofađi hann vígbúnađ Stalíns: „Ríki sem hefur ţá lífsköllun ađ bera fram til sigurs dýrmćtustu hugsjón mannkynsins, er aldrei ofvel vopnum búiđ gegn óvinum mannkynsins.“ Laxness endurprentađi aldrei ţessa grein ólíkt flestum öđrum skrifum sínum. Sennilega hefur honum fundist hún rekast á friđarhjal ţađ, sem hann og ađrir stalínistar iđkuđu eftir stríđ.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 22. desember 2018.)


Tilbođiđ sem Sagnfrćđingafélagiđ hafnađi

Til gamans birti ég hér nýleg bréfaskipti mín og Sagnfrćđingafélagsins. Ţađ hafđi sent út svofellt bođ um hádegisfyrirlestra:

Sagnfrćđingafélag Íslands kallar eftir tillögum ađ erindum fyrir hádegisfyrirlestraröđ félagsins í Ţjóđminjasafninu á vormisseri 2019. Í haust féll merkilegur dómur í Hćstarétti Íslands ţegar fimm sakborningar í Guđmundar- og Geirfinnsmálinu svokallađa voru sýknađir eftir endurupptöku málsins. Guđmundar- og Geirfinnsmáliđ er líklega ţekktasta dómsmál íslenskrar réttarsögu á 20. öld og hefur ítrekađ orđiđ uppspretta umrćđna í íslensku samfélagi um sekt, sakleysi og sannleiksgildi játninga, rannsóknir, fangelsanir og framgang réttvísinnar. Af ţessu tilefni verđa hádegisfyrirlestrar Sagnfrćđingafélagsins á vormisseri 2019 helgađir hinni margslungnu sögu réttarfars og refsinga. Tekiđ er viđ tillögum til 1. desember.

Ég sendi 1. nóvember 2018 inn eftirfarandi tillögu um erindi undir heitinu „Ţrír dómar yfir mér: Greining og gagnrýni“:

Ég hef hlotiđ ţrjá dóma. Hinn fyrsti var fyrir ađ reka ólöglega útvarpsstöđ í verkfalli opinberra starfsmanna haustiđ 1984, og höfđađi ríkissaksóknari ţađ mál ađ áeggjan stjórnar BSRB. Annar var útivistardómur, kveđinn upp í Bretlandi fyrir meiđyrđi í garđ íslensks fjáraflamanns, sem áttu ađ hafa falliđ á ráđstefnu blađamanna á Íslandi 1999. Hinn ţriđji var dómur fyrir ađ brjóta gegn höfundarrétti Halldórs Laxness í fyrsta bindi ćvisögu hans, sem kom út haustiđ 2003. Tveir síđari dómarnir voru í einkamálum og refsing í öllum ţremur málunum ákveđin sekt, en málareksturinn úti í Bretlandi kostađi mig um 25 milljónir króna, ţótt mér tćkist ađ ógilda dóminn yfir mér ţar. Allir eru ţessir dómar fróđlegir. Eflaust var fyrsti dómurinn eftir bókstaf laganna, en var hann eftir anda ţeirra? Var annar dómurinn til marks um ţađ, ađ auđmenn geti valiđ sér vettvang fyrir meiđyrđamál í Bretlandi, ţví ađ meiđyrđalöggjöf er ţar strangari og málarekstur kostnađarsamari en víđast annars stađar (libel tourism)? Međ hvađa rökum breytti Hćstiréttur sýknudómi Hérađsdóms í Laxness-málinu? Var ţar einhver skađi fullsannađur? Ţótt enginn sé dómari í eigin sök, getur veriđ gagnlegt ađ hlusta á röksemdir og gögn í gömlum málum, og hyggst ég leggja fram ýmislegt nýtt um ţessa dóma. Íslenskir og breskir dómarar eru ekki fremur óskeikulir en páfinn í Róm.

Ég fékk 12. desember eftirfarandi svar:

Stjórn Sagnfrćđingafélagsins hefur fariđ yfir innsendar tillögur fyrir hádegisfyrirlestraröđina á vormisseri 2019. Fćrri komast ađ en vildu og ţví miđur var tillaga ţín ekki samţykkt í ţetta sinn. Bestu kveđjur, Kristín Svava

Auđvitađ verđur enginn hérađsbrestur, ţótt ţessu tilbođi hafi veriđ hafnađ. En ég held samt, ađ erindiđ hefđi getađ orđiđ í senn skemmtilegt og fróđlegt.


Ţingmönnum útskúfađ 1939

Af sérstöku tilefni var rifjađ upp á dögunum ađ eftir árás Rauđa hersins á Finnland í árslok 1939 var ţingmönnum Sósíalistaflokksins útskúfađ ţví ađ ţeir neituđu ólíkt öđrum ţingmönnum ađ fordćma árásina og mćltu henni jafnvel bót. Virtu ađrir ţingmenn ţá ekki viđlits og gengu út ţegar ţeir héldu rćđur. Ţorri almennings og ţingmanna hafđi ríka samúđ međ smáţjóđinni sem átti hendur sínar ađ verja. Í leynilegum viđauka viđ griđasáttmála ţeirra Stalíns og Hitlers í ágúst 1939 hafđi veriđ kveđiđ á um skiptingu Miđ- og Austur-Evrópu á milli ţeirra og féll Finnland í hlut Stalíns. Í Sósíalistaflokknum höfđu kommúnistar hollir Stalín tögl og hagldir.

Einar Olgeirsson, formađur Sósíalistaflokksins og ţingmađur hans, andmćlti ţví í leiđara Ţjóđviljans 6. febrúar 1940 ađ Finnar vćru frćndţjóđ okkar Íslendinga. „Finnar eru eins fjarskyldir okkur og Kongo-negrar,“ skrifađi hann.

Brynjólfur Bjarnason, ţingmađur Sósíalistaflokksins, smíđađi háđsyrđiđ „Finnagaldur“ um samúđ ţorra íslensku ţjóđarinnar međ Finnum og skrifađi grein í 1. hefti tímaritsins Réttar 1940 undir ţeirri fyrirsögn. Ţar sagđi hann međal annars: „Flestir munu nú hafa áttađ til fulls á ţví, ađ ţessi styrjöld var ekki stríđ milli Finnlands og Rússlands út af fyrir sig, heldur var hér um ađ rćđa styrjöld milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna, sem voru ađ búa sig undir árás á Rússland og notuđu finnsku hvítliđana sem verkfćri. Atburđirnir hafa síđan sannađ, svo sem best verđur á kosiđ, ađ Sovétlýđveldin áttu í varnarstríđi, sem ţeim bar skylda til ađ heyja fyrir land sitt og hinn alţjóđlega sósíalisma.“

Ţrátt fyrir ţessa frumlegu kenningu Brynjólfs börđust Finnar einir og óstuddir gegn hinu rússneska ofurefli, en urđu loks um miđjan mars 1940 ađ leita samninga. Eftir ađ ţetta spurđist til Íslands fór Hermann Jónasson forsćtisráđherra óvirđulegum orđum um ţingmenn Sósíalistaflokksins í einum hliđarsal Alţingis. Vatt Brynjólfur Bjarnason sér ţá ađ honum og kvađ hann landsfrćgan fyrir heimsku og ósannsögli. Hermann sneri sér hvatskeytlega ađ Brynjólfi og laust hann kinnhesti međ flötum lófa. Ţegar Brynjólfur kvartađi viđ ţingforseta, svarađi Hermann ţví til ađ ţađ vćri íslenskur siđur ađ löđrunga óprúttna orđastráka.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 15. desember 2018.)


Vegurinn og ţokan

Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera notar snjalla líkingu til ađ lýsa vegferđ okkar. Á veginum sjáum viđ sćmilega ţađ, sem er framundan og nálćgt okkur, viđmćlendur okkar og ef til vill eitt til tvö hundruđ metrum lengra. Ţađ, sem fjćr er, sést ađ vísu ekki í myrkri, heldur ţoku. En ţegar viđ horfum um öxl, sjáum viđ allt miklu skýrar ţar. Ţar er engin ţoka. Kundera notar ţessa líkingu til ađ brýna ţađ fyrir okkur ađ dćma menn liđinna ára ekki of hart, ef ţeir hafa ekki séđ umhverfi sitt eins skýrt og viđ sjáum ţađ.

Mér finnst líking Kunderas eiga vel viđ um íslenska bankahruniđ 2008. Menn voru ekki vissir um, hvort bankakerfiđ vćri sjálfbćrt eđa ekki. Sumir frćđimenn, til dćmis Richard Portes og Frederic Mishkin ađ ógleymdum sérfrćđingum Alţjóđagjaldeyrissjóđsins, töldu, ađ svo vćri. Ađrir, svo sem Robert Aliber og Willem Buiter, voru annarrar skođunar. Allir sáu ţeir umhverfiđ í ţoku, ţótt sumir ţeirra römbuđu á rétta spá. Sigurinn á marga feđur, en ósigurinn er munađarlaus. En ein af ástćđunum til ţess, ađ bankakerfiđ féll um koll, var auđvitađ, ađ nógu margir fóru ađ trúa ţví, ađ ţađ myndi gera ţađ, og ţá rćttist spáin af sjálfri sér.

Ég er á hinn bóginn ekki viss um, ađ líking Kunderas eigi viđ, ţar sem hann notar hana sjálfur: ađ ekki eigi ađ fordćma ţá, sem veittu alrćđisstjórn kommúnista liđ. Ţeir, sem ţađ gerđu hér á Íslandi, vissu mćta vel, hvernig stjórnarfariđ var í kommúnistaríkjunum. Frá upphafi birti Morgunblađiđ nákvćmar fréttir af kúguninni og eymdinni ţar eystra, međal annars ţegar áriđ 1924 í greinaflokki Antons Karlgrens, prófessors í slavneskum frćđum í Kaupmannahafnarháskóla.

Sagan af flökkubörnunum sýnir ţađ best. Morgunblađiđ flutti oft fréttir af ţví á öndverđum fjórđa áratug, ađ hópar hungrađra flökkubarna fćru um Rússland og betluđu eđa stćlu sér til matar. Í ferđabókinni Í austurvegi 1932 hélt Laxness ţví fram, ađ ţau vćru horfin. En í Skáldatíma 1963 játađi Laxness, ađ hann hefđu oft séđ ţau á ferđum sínum: „Ég sá ţessa aumíngja bera fyrir oft og mörgum sinnum, einkum í úthverfum, fáförulum almenníngsgörđum eđa međfram járnbrautarteinum.“ Flökkubörnin voru ekki falin í neinni ţoku. En ţá héldu sumir, ađ kommúnisminn myndi sigra.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 8. desember 2018.)


Hvađ hugsuđu ţeir 1. desember 1918?

Fullveldi_HerdubreidÍ dag gefur Almenna bókafélagiđ út rćđusafniđ Til varnar vestrćnni menningu í tilefni 100 ára fullveldis. Ţrjú ţeirra skálda, sem eiga ţar rćđur, sóttu Menntaskólann í Reykjavík veturinn 1918-1919, stóđu í Bakarabrekkunni 1. desember 1918 og horfđu á, ţegar ríkisfáninn íslenski var í fyrsta sinn dreginn ađ hún, en um leiđ dundi viđ 21 fallbyssuskot frá dönsku varđskipi í ytri höfninni til heiđurs hinu nýja ríki.

Davíđ Stefánsson minntist umrćđna um sambandsmáliđ í bađstofunni heima í Fagraskógi nokkrum mánuđum áđur: „Hver átti ađ ráđa hér ríkjum? Íslendingar sjálfir. Ţeir höfđu helgađ sér landiđ međ blóđi og sveita og ţúsund ára erfđum. Um ţađ voru allir sammála, og aldrei heyrđi ég rödd ţjóđarinnar í ţessu máli skýrari en hjá bćndunum í Fagraskógarbađstofunni.“

Tómas Guđmundsson sá roskiđ fólk vikna: „Enn finnst mér sem ég hafi ţarna, í fyrsta og síđasta sinn á ćvinni, stađiđ frammi fyrir ţjóđ, sem komin var um langan veg út úr nótt og dauđa, hafđi ţolađ ofurmannlegar raunir, en lifađ af vegna ţess, ađ hún hafđi alla tíđ varđveitt vonina um ţennan dag í hjarta sínu.“

Guđmundur G. Hagalín hugsađi: „Hvort mundi ekki standa ţarna á stjórnarráđsblettinum ósýnileg fylking – ekki ađeins frćkinna foringja, heldur og hins óbreytta liđs, vađmálsklćddra bćnda og sjómanna í skinnstökkum, manna, sem ţorađ höfđu „Guđi ađ treysta, hlekki hrista, hlýđa réttu, góđs ađ bíđa,“ ţá er gćfa ţessarar ţjóđar virtist „lút og lítilsigld“, ţegar danskir höndlarar voru hjér ćriđ dreissugir og dönsk stjórnarvöld eygđu ekki einu sinni í ljótum draumi ţá stund, sem dönsk fallstykki dunuđu til heiđurs alíslenskum fána?“

Fullveldiđ markađi miklu frekar aldaskil en lýđveldisstofnunin 1944. Til varđ nýtt ríki 1918 og öđlađist viđurkenningu annarra ríkja, en líklega er ekki ofsagt, ađ 1944 vćri ađeins skipt um embćttisheiti ţjóđhöfđingjans.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 1. desember 2018.)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband