Hvađ gerđist?

Kapítalismanum hefur veriđ spáđ dauđa í rösk ţrjú hundruđ ár, enda á hann sér ófáa andstćđinga. Síđasta spáin mun ekki rćtast fremur en hinar fyrri. Viđ frjáls viđskipti á alţjóđavettvangi, harđa samkeppni fyrirtćkja og séreign á framleiđslutćkjum skapast mestu verđmćtin. Andlátsfregnin af „nýfrjálshyggjunni“ er líka röng. Hún gat ekki dáiđ, af ţví ađ hún var aldrei til. Orđiđ var ađeins enn eitt uppnefniđ á hinni klassísku frjálshyggju Johns Locke og Adams Smith.

Ţađ er söguleg kaldhćđni, sé lánsfjárkreppan haustiđ 2008 talin sýna, ađ stórauka ţurfi ríkisafskipti. Rćtur hennar liggja ekki á Wall Street, heldur í Hvíta húsinu. Bandarískir húsnćđislánasjóđir, sem störfuđu viđ ríkisábyrgđ og rýmri reglur en bankar, veittu lán til fólks, sem bersýnilega gat ekki stađiđ í skilum. Ađ frumkvćđi Robertu Achtenberg, sem var ađstođarráđherra í stjórn Clintons forseta um miđjan tíunda áratug, var lánastofnunum bannađ ađ mismuna minnihlutahópum (til dćmis ađ lána hlutfallslega meira til hvítra manna en svartra), og skipti ţá greiđslugeta litlu máli. Afleiđingin var, ađ eignasöfn banka fylltust af undirmálslánum, og hver hćtti loks ađ treysta öđrum.

jon_sgeir.jpgKapítalismi hvílir á trausti. Ţegar slíkt traust minnkađi skyndilega, eftir ađ upp komst um undirmálslán, hćttu bankar ađ veita hver öđrum fyrirgreiđslu, svo ađ hinir skuldugustu ţeirra hrundu. Lánsfjárskorturinn á alţjóđamarkađi bitnađi illa á íslensku bönkunum, sem höfđu vaxiđ hratt og skulduđu mikiđ. Sumir ţeirra höfđu líka í eignasöfnum sínum eins konar undirmálslán, sem ţeir höfđu veitt áhćttukapítalistum eins og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, en hann á sem kunnugt er marga íslensku fjölmiđlana, svo ađ ţađan var lítt von eđlilegrar gagnrýni. Sjálfum ţótti mér til um framtakssemi Jóns Ásgeirs og viđskiptafélaga hans. Nú er mér ljóst, ađ Davíđ Oddsson, sem varađi ćtíđ viđ ćvintýramönnum, sá lengra.

Ég var ţó ekki einn um ţessa glámskyggni. Össur Skarphéđinsson og Ólafur Ragnar Grímsson gengu miklu lengra. Ţegar Hanna Birna Kristjánsdóttir og fimm ađrir borgarfulltrúar Sjálfstćđisflokksins neituđu fyrir ári ađ afhenda Jóni Ásgeiri og viđskiptafélögum hans eignir Orkuveitu Reykjavíkur, skrifađi Össur á bloggsíđu sína, ađ „valdarán“ ţeirra sex myndi kosta Reykvíkinga milljarđatugi. Ólafur Ragnar var klappstjóri óreiđumannanna.

gordon_brown_smiles.jpgStćrstu bönkunum íslensku tókst samt furđuvel ađ standa af sér lánsfjárkreppuna, uns bresku jafnađarmennirnir Gordon Brown og Alistair Darling felldu ţá međ fullkomnu gerrćđi nú í október. Ţađ er reginhneyksli, ađ forystumenn annars ríkis í Atlantshafsbandalaginu skyldu beita lögum um hryđjuverkavarnir til ađ gera stćrstu íslensku bankana gjaldţrota. Minnir ţađ á kenningu Johns Locke um, ađ nauđsynlegt sé ađ takmarka ríkisvaldiđ, svo ađ ţví verđi ekki misbeitt. Nú reyna ţeir Brown og Darling ađ neyđa Íslendinga til ađ skuldbinda sig langt umfram ţađ, sem ţeim ber lagaskylda til. Vonandi mistekst ţađ, ţótt úr vöndu sé ađ ráđa fyrir lítiđ land. Tryggingasjóđur bankainnstćđna ber ábyrgđ á innstćđum í íslenskum bönkum samkvćmt reglum Evrópska efnahagssvćđisins, ekki ríkiđ. Ţví síđur ber ríkiđ ábyrgđ á skuldum einkaţotufólks viđ íslensku bankana. En ef okkur tekst ađ losa af herđum okkar skuldaklafa, sem ađrir hafa stofnađ til, og höldum síđan rétt á málum, ţá er bjart framundan.

Fréttablađiđ 17. október 2008.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband