Af andfćtlingum

Stefan.jpgErfitt hlýtur ađ vera vinstri sinnađur menntamađur eftir hrun vinnubúđasósíalismans í Rússlandi og hnignun vöggustofusósíalismans í Svíţjóđ. Hinn sigursćli kapítalismi okkar daga hefur ekki sömu ţörf fyrir gáfnaljós af Aragötunni (ţar sem prófessorar Háskólans bjuggu í niđurgreiddu húsnćđi) og sósíalismi. Kapítalisminn spyr ekki, hvađan menn eru, heldur hvađ ţeir geta. Einn af Aragötunni, Stefán Snćvarr heimspekingur, hefur eftir langa leit á Netinu fundiđ land, ţar sem kapítalismi á ađ hafa mistekist. Ţađ er Nýja-Sjáland, og heimild hans er grein í Financial Times 30. ágúst 2000 eftir hagfrćđiprófessorinn John Kay. Hér í blađinu endursegir Stefán hróđugur ţessa grein 9. júlí síđastliđinn.

Ţví miđur er greining Kays hćpin og tölur hans úreltar. Einn starfsbróđir hans, prófessor Martin Wolf, skrifar ágćta grein í Financial Times 16. nóvember 2004, ţar sem hann hrekur ţá skođun, ađ frjálshyggjutilraunin í Nýja Sjálandi hafi mistekist. Hún var viđbragđ viđ alvarlegri kreppu, sem ríkisafskiptasinnar allra flokka höfđu komiđ landinu í á löngum tíma. Tilraunin var í tveimur áföngum. Fyrst hafđi Roger Douglas, fjármálaráđherra í ríkisstjórn Verkamannaflokksins 1984-1988, forystu um lćkkun tolla, frjáls gjaldeyrisviđskipti, fljótandi gengi, óhefta fjármagnsflutninga, sölu ríkisfyrirtćkja og niđurfellingu styrkja. Síđan hafđi Ruth Richardson, fjármálaráđherra í ríkisstjórn hins íhaldssama Ţjóđarflokks 1990-1993, forystu um, ađ einstakir launţegar fengu aftur samningsrétt, en verkalýđshreyfing landsins hafđi sem víđar tekiđ ţann rétt af ţeim og samiđ fyrir hönd allra. Sett voru lög um ráđningarsamninga einstaklinga og sjálfstćđi seđlabanka.

Nýsjálendingar fóru ţessa leiđ, ţegar hin leiđin var fullreynd. Ţeim Douglas og Richardson tókst međ umbótum sínum ađ koma í veg fyrir fullkomnar ófarir. Hnignun landsins í samanburđi viđ ţróuđ, vestrćn ríki stöđvađist. Lífskjör eru oftast mćld í vergri landsframleiđslu, VLF, á mann. Wolf bendir á, ađ VLF á mann í Nýja Sjálandi var komin niđur í 71% af međaltalinu í ţróuđum ríkjum 1992. En áriđ 2002 var hlutfalliđ aftur komiđ upp í 76%. Nýja Sjáland er ađ hjarna viđ. (Kay, sem Stefán Snćvarr styđst viđ, notađi annan sjaldgćfari mćlikvarđa til ađ mćla lífskjör.) Eftir umbćturnar á vinnumarkađi minnkađi atvinnuleysi verulega, en framleiđni (framleiđsla á hverja vinnustund) jókst. Hagvöxtur var 3,6% ađ međaltali árin 1992-2002, sem er vel yfir međallagi OECD-ríkjanna. Hann hefur síđan veriđ á bilinu 2-3,6%.

Ríkisstjórn Verkamannaflokksins, sem komst til valda 1999, hefur ekki hreyft viđ neinum mikilvćgum umbótum. Nú er raunar taliđ, ađ sú stjórn hrökklist brátt frá völdum. Frjálshyggjutilraunin á Nýja-Sjálandi mistókst ekki. En hún heppnađist ekki eins vel og forsvarsmenn hennar höfđu vonađ. Fjárfestingar urđu ekki eins miklar og búist var viđ. Ein sennileg skýring er, ađ stjórnvöld hafa ekki búiđ fyrirtćkjum og fjármagnseigendum jafnhagstćtt skattaumhverfi og hér og á Írlandi. Önnur skýring er, ađ ólíkt okkur og Írum hafa andfćtlingar okkar ekki greiđan ađgang ađ stórum mörkuđum. Auk hins beina kostnađar kann ţađ ađ hafa óbein áhrif á framkvćmdagleđi, stuđla ađ útkjálkahugsunarhćtti.

Ţótt einstök ríki eins og Nýja Sjáland séu forvitnileg til fróđleiks, verđa sósíalismi og kapítalismi vitaskuld ekki dćmd af ţeim, heldur af samanburđi margra landa til langs tíma. Ţar er niđurstađan ótvírćđ, eins og alţjóđleg vísitala atvinnufrelsis sýnir.

Fréttablađiđ 1. ágúst 2008. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband