Norberg kl. fimm í dag

Sænski sagnfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Norberg telur í nýrri bók, Framförum, að stóru fréttirnar séu ekki alltaf sagðar, að fátækt sé að minnka, lífslíkur að aukast, heilsufar að batna, stríðum að fækka, ofbeldi að hörfa, hópar, sem hafa átt undir högg að sækja, eins og konur og samkynhneigðir, að njóta sín betur, umhverfisvernd að verða auðveldari.

Hann kynnir bók sína kl. fimm í dag í stofu N-132 í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði. Umsegjandi er Þorbjörn Þórðarson fréttamaður, en síðan verða frjálsar umræður. Að fundinum loknum áritar Norberg bók sína. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband