Rannsókn ASÍ á skattbyrði og tekjudreifingu

Nýbirt rannsókn ASÍ á skattbyrði sýnir, að hún hafi aukist helst hjá tekjulægsta hópnum. Ástæðan er sú, segja ASÍ-menn, að persónuafsláttur hefur ekki hækkað í samræmi við laun. Það er út af fyrir sig rétt, en segir ekki alla söguna. Um þetta deildum við Stefán Ólafsson prófessor á sínum tíma. Ég taldi, að persónuafsláttur ætti ekki að hækka í samræmi við laun, því að þá greiddu menn ætíð sama hlutfall af tekjum sínum í skatt óháð því, hvort þær hækkuðu, en auðvitað ættu þeir að taka þátt í sameiginlegum byrðum þjóðarinnar, þegar og ef laun þeirra hækkuðu.

Ástæðan til þess, að skattbyrði tekjulægsta hópsins hefur þyngst, er, að hann er orðinn aflögufærari en áður. Þetta er svipað og þegar fyrirtæki greiðir engan skat, þegar það græðir ekkert, en greiðir tekjuskatt, um leið og það fer að græða. Skattbyrði þess hefur þyngst, en það er fagnaðarefni, til marks um betri afkomu. Raunar er persónuafsláttur hér miklu hærri en á öðrum Norðurlöndum og í öðrum grannríkjum. Ég tel eðlilegast, að allir taki þátt í að greiða fyrir þjónustu ríkisins, en sumir séu ekki skattfrjálsir og geti síðan greitt atkvæði með því að þyngja skattbyrði á aðra, eins og Vinstri grænir virðast vilja. Um allt þetta má raunar lesa nánar í bók minni um skattamál, sem til er á Netinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband