Dósentsmáliđ 1937

Séra Sigurđur EinarssonDósentsmáliđ 1937 snerist um ţađ, ađ Haraldur Guđmundsson ráđherra veitti flokksbróđur sínum, séra Sigurđi Einarssyni, dósentsembćtti í guđfrćđi, en ekki séra Birni Magnússyni, sem nefnd á vegum guđfrćđideildar hafđi mćlt međ, eftir ađ umsćkjendur höfđu gengist undir samkeppnispróf. Fróđlegt er ađ bera saman kafla um ţetta mál í tveimur ritum um Háskóla Íslands. Í Sögu Háskóla Íslands eftir Guđna Jónsson frá 1961 sagđi frá dósentsmálinu frá sjónarhorni háskólayfirvalda. Ţar eđ Björn hefđi fengiđ međmćli dómnefndar, „hefđi mátt ćtla, ađ mál ţetta vćri klappađ og klárt“. En ráđherra hefđi skipađ Sigurđ međ tilvísun í álitsgerđ frá prófessor Anders Nygren í Lundi, sem hann hefđi útvegađ sér. Hefđi embćttisveitingin vakiđ „í flestum stöđum undrun og gremju“.

Í Aldarsögu Háskóla Íslands frá 2011 benti Guđmundur Hálfdanarson hins vegar á, ađ Anders Nygren var einn virtasti guđfrćđingur Norđurlanda, en einnig kunnur baráttumađur gegn fasisma. Eftir ađ Guđmundur rannsakađi skjöl málsins, taldi hann ekkert benda til, ađ Nygren hefđi vitađ, hverjir umsćkjendurnir voru, en hann fékk allar ritgerđir ţeirra sendar, eđa ađ íslenskir ráđamenn hefđu veriđ kunnugir honum. Niđurstađa Nygrens var afdráttarlaus. „Ef hćfileikinn til sjálfstćđrar vísindalegrar hugsunar vćri lagđur til grundvallar stöđuveitingunni, en ţađ sjónarmiđ taldi Nygren sjálfgefiđ ađ hafa ađ leiđarljósi viđ ráđningar háskólakennara, ţá ţótti honum ađeins einn kandídatanna koma til greina, og ţađ reyndist vera Sigurđur Einarsson.“

Ég hafđi eins og fleiri taliđ, ađ máliđ lćgi ljóst fyrir. Haraldur hefđi veriđ ađ ívilna flokksbróđur, ţótt Sigurđur vćri vissulega rómađur gáfumađur og mćlskugarpur. En eftir ađ hafa lesiđ ritgerđ Guđmundar Hálfdanarsonar finnst mér máliđ flóknara. Var Haraldur ef til vill líka ađ leiđrétta ranglćti, sem séra Sigurđur hafđi veriđ beittur? Klíkuskapur ţrífst ekki ađeins í stjórnmálaflokkum, heldur líka á vinnustöđum. Og hverjir eiga ađ hafa veitingarvaldiđ: Fulltrúar ţeirra, sem greiđa launin, eđa hinna, sem ţiggja ţau?

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 21. maí 2016.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband