Búdapest, Reykjavík og Akureyri, 1956

bu_769_dapest.jpgÍ tölvubréfi andmćlir Jóhann Páll Árnason heimspekingur mér svofelldum orđum: „Svo segir ţú ađ ekki eitt einasta dćmi sé um ţađ ađ Sósíalistaflokkurinn hafi gagnrýnt orđ eđa gerđir Sovétríkjanna. Ţetta er auđvitađ skrifađ gegn betri vitund. Innrásin í Ungverjaland 1956 var fordćmd í leiđara Ţjóđviljans, sem ţá var flokksmálgagn Sósíalistaflokksins. Ţess utan fordćmdi Alţýđubandalagiđ innrásina, og sem hluti af Alţýđubandalaginu verđur Sósíalistaflokkurinn ađ teljast ađili ađ ţeirri fordćmingu.“

Ţjóđviljinn skrifađi í leiđara 6. nóvember 1956, ađ Rauđi herinn hefđi „öll ráđ í Ungverjalandi í sínar hendur“. Síđan sagđi blađiđ: „Ţetta eru ađfarir sem hver sósíalisti hlýtur ađ líta mjög alvarlegum augum, međ ţeim eru ţverbrotnar sósíalistískar meginreglur um réttindi ţjóđa. Hver ţjóđ heims á ađ hafa rétt til ađ búa í landi sínu ein og frjáls án erlendrar íhlutunar.“ Blađiđ bćtti ţví viđ, ađ innrásin í Ungverjaland vćri ekki síst vestrćnum ríkjum ađ kenna. „Landvinningamenn og stríđssinnar auđvaldsríkjanna bera sína ţungu ábyrgđ á örlögum Ungverjalands, og ekkert er viđurstyggilegra en ađ sjá talsmenn ţeirra fella krókódílatár yfir Ungverjum.“

brynjo_769_lfur_1956.jpgŢjóđviljinn skrifađi nćstu vikur fátt um Ungverjaland, en ţeim mun fleira um mótmćli fyrir utan sendiráđ Ráđstjórnarríkjanna í Reykjavík 7. nóvember 1956, en ţá gengu forystumenn Sósíalistaflokksins ţangađ til veislu, Einar Olgeirsson, Lúđvík Jósepsson og Brynjólfur Bjarnason. Valdi blađiđ mótmćlendum hin hraklegustu orđ.

Sósíalistaflokkurinn sjálfur ályktađi ekkert um innrásina í Ungverjalandi. Á flokksstjórnarfundi 25.–30. nóvember 1956 samţykkti flokkurinn eftir harđar deilur ađ leyfa einstökum félagsmönnum ađ mótmćla innrásinni, ţótt flokkurinn gerđi ţađ ekki sjálfur. Ég veit ekki til ţess, ađ flokksmenn hafi notfćrt sér ţetta „leyfi“. Í ályktun ungra sósíalista viđ nám austan tjalds sagđi hins vegar: „Ţađ er skođun okkar, ađ íhlutun sovéthersins hafi veriđ ill nauđsyn til ţess ađ hindra stofnun fasistaríkis í Ungverjalandi, sem hefđi margfaldađ hćttuna á nýrri heimsstyrjöld.“ Nokkrir menntaskólanemar á Akureyri tóku sömu afstöđu.

Ég stend ţví viđ fullyrđingu mína: Ţess eru engin dćmi allt til 1968, ađ Sósíalistaflokkurinn hafi gagnrýnt orđ eđa gerđir ráđstjórnarinnar rússnesku.

(Fróđleiksmoli í Morgunblađinu 19. mars 2016. Efri myndin er frá Búdapest, hin neđri frá mótmćlum fyrir framan sendiráđ Ráđstjórnarríkjanna í Reykjavík 7. nóvember 1956. Lögreglan verndar Brynjólf Bjarnason og konu hans fyrir mótmćlendum, eins og hún hafđi orđiđ ađ vernda ýmsa andstćđinga kommúnista gegn ţeim fyrr á árum.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband