Íslendingar sátu á matarkistu og sultu

Ég skrifaði fyrir nokkru stutta grein í DV, þar sem ég renndi örstutt yfir Íslandssöguna í því skyni að sýna, hversu mikilvægt það er okkur að veiða fisk og selja. Við búum við einhver gjöfulustu fiskimið í heimi. En hvers vegna sultu þá Íslendingar og komust sjaldnast upp fyrir fimmtíu þúsund? Ég rakst nýlega á stutt og fróðlegt myndband frá Háskólanum með viðtali við Þráin Eggertsson prófessor um þetta mál: Hollt er að rifja þetta upp. Velmegun er ekki sjálfsögð. Hún er afleiðing af skynsamlegum ákvörðunum manna og kynslóða, en umfram allt er hún afleiðing af atvinnufrelsi. Þess vegna eigum við að einbeita okkur að því að veiða fisk og selja, en láta lítið fyrir okkur fara á alþjóðavettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband