Sammála Guðmundi Andra

Guðmundur Andri Thorsson skrifar skelegga grein til varnar íslenskunni, sérstaklega í netheimi okkar daga. Ég er hjartanlega sammála honum. Við týnum sjálfum okkur, ef við hættum að tala íslensku. Okkur lokast menningarheimur, þrunginn merkingu; við göngum úr sálufélagi við þær þrjátíu og þrjár kynslóðir, sem byggt hafa þetta land á undan okkur. Þegar tekin var upp enska á deildarfundum í stjórnmálafræðideild — í Háskóla Íslands, sem stofnaður var á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar, svo að nemendur gætu lært íslensk lög, en ekki dönsk, íslenskar bókmenntir, ekki danskar, íslenska sögu, ekki danska — ákvað ég að reyna að breyta starfsskyldum mínum á þá leið, að ég þyrfti ekki lengur að sækja deildarfundi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband