Þorvaldur: Taglhnýtingur auðsins

Þorvaldur Gylfason prófessor er bersýnilega ekki ánægður með, að fleiri skuli ekki hlusta á hann, svo að hann grípur til stóryrða. Í nýjustu grein sinni í Fréttablaðinu, „Taglhnýtingar valdsins,“ ræðst hann með óbótaskömmum á fjóra háskólaprófessora án þess þó að nefna nöfn þeirra, og eru þau þó auðrekjanleg: Björg Thorarensen, Gunnar Helgi Kristinsson, Sigurður Líndal og Þráinn Eggertsson.

Hvers vegna getur Þorvaldur ekki nefnt nöfn þessara prófessora í stað þess að kalla þá aðeins A, B, C og D? Ég er ekki sammála þessum fjórum prófessorum um allt, en fráleitt er hins vegar að halda því fram, að þeir séu allir „taglhnýtingar valdsins“, af því að þeir hafi gagnrýnt stjórnarskrárhugmyndir Þorvaldar. Þau fjögur eru með ólíkar skoðanir á mörgu og óþarfi að gera þeim upp annarlegar hvatir.

Sjálfur talar Þorvaldur eins og hann hafi fengið umboð þjóðarinnar. Hann var óánægður með undirtektir Alþingis við stjórnarskrárhugmyndir sínar, svo að hann bauð fram flokk í síðustu kosningum. Sá flokkur hlaut 2,45% atkvæða. Hvernig getur Þorvaldur talað í nafni þjóðarinnar, þegar að baki honum stendur aðeins brotabrot úr henni?

Þótt prófessorarnir fjórir, sem Þorvaldur ræðst á, séu engir taglhnýtingar valdsins, er Þorvaldur sjálfur taglhnýtingur auðsins. Fyrir bankahrun var hann fastur pistlahöfundur fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, þáverandi skuldakóng Íslands. Þá hélt hann því fram, að lögreglurannsókn á starfsemi Jóns Ásgeirs væri runnin undan rifjum stjórnmálamanna (þótt upphaf hennar væri í kæru eins samstarfsmanns hans), og andmælti þeirri hugmynd, að setja ætti með lögum skorður við fjölmiðlaeign auðjöfra.

Þorvaldur fékk vel greitt fyrir greinar sínar, eina milljón á ári. Hér sést, hvernig húsbóndi hans á Fréttablaðinu, Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi, var í sérflokki um skuldasöfnun fyrir bankahrun, en tölurnar eru teknar úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis (2. bindi, 8. kafla).

baugsbo_769_la_jog_1265794.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband