Gamansaga um Frakka og Bandaríkjamenn

Nokkrir Bandaríkjamenn standa saman í hnapp á götuhorni, og fram hjá ekur svört glæsikerra, sem gljáir á. Einn þeirra segir með aðdáun í röddinni: „Einn góðan veðurdag á ég eftir að aka um í bíl sem þessum.“

Nokkrir Frakkar standa saman í hnapp á götuhorni, og fram hjá ekur svört glæsikerra, sem gljáir á. Einn þeirra segir afundinn: „Það kemur einhvern tímann að því, að þessi náungi geti ekki lengur ekið bíl sem þessum.“

(Sagt á stúdentaráðstefnu í Háskóla Íslands 15. nóvember 2014, eftir erindi mitt um boðskap Thomasar Pikettys.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband