Fróðleg ferð til New York

Dagana 9.–11. október dvaldist ég í New York, meðal annars vegna rannsóknar minnar á erlendum áhrifaþáttum bankahrunsins íslenska. Ég ræddi við prófessor Frederic Mishkin um íslenska bankahrunið og við lögfræðinginn Walker F. Todd, sérfræðing í gjaldeyrisskiptasamningum og fyrrverandi starfsmann seðlabanka Bandaríkjanna, um sérgrein hans. Ég notaði síðan tækifærið, þegar ég sat ráðstefnu með þeim Jerry Jordan, fyrrv. bankastjóra Seðlabankans í Cleveland, og William Poole, fyrrv. bankastjóra Seðlabankans í St. Louis, að ræða við þá almennt um starfsemi bandaríska seðlabankakerfisins, meðal annars í vinnukvöldverði okkar þriggja. Hér erum við, Jordan t. v. og Poole t. h.hhg_jordan_poole_b.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband