Kynni af forsetaframbjóðanda í Brasilíu

Íslenskir fjölmiðlar sýna forsetakjörinu í Brasilíu ótrúlegt tómlæti. Þetta er fimmta stærsta hagkerfi heims og eflaust veruleg viðskiptatækifæri þar fyrir Íslendinga. Brasilíumönnum finnst saltfiskur hið mesta hnossgæti. Úrslitin í fyrri umferð komu talsvert á óvart, sérstaklega vegna þess að Dilma Rousseff virðist ekki hafa forsetaembættið í hendi, eins og búast var við. Hún fékk aðeins 42% atkvæða. Kjósendur úr miðstétt eru óánægðir með hina miklu spillingu, sem fylgt hefur stjórn Verkamannaflokksins, en hún er frambjóðandi hans. Aecio Neves, frambjóðandi lýðræðissinna (miðjuflokks), fékk talsvert fylgi, 33%. Hann býður af sér góðan þokka, en hefur orð á sér fyrir að vera glaumgosi (hvort sem telja á honum það til tekna eða ekki). Ekki veit ég, hvernig fylgi þriðja frambjóðandans, Marina Silva, skiptist í seinni umferðinni.

Í upphafi kosningabaráttunnar virtist frambjóðandi Sósíalistaflokksins, Eduardo Campos, sigurstranglegur. En hann fórst í flugslysi 13. ágúst 2014. Ég hafði tekið þátt í pallborðsumræðum í Porto Alegre með honum og dr. Yaron Brook frá Ayn Rand-stofnuninni 9. apríl 2013. Campos var þar staddur til að fullvissa brasilíska kaupsýslumenn um, að hann myndi hyggja að atvinnulífinu. Brook er lengst til vinstri og ég lengst til hægri (eins og vera ber), en Campos er að tala í hljóðnema við hliðina á mér. Eins og Economist sagði í minningargrein um Campos, var hann með stór og falleg augu, sem skiptu litum. Sannaðist á þessu slysi, að enginn veit sína ævina, fyrr en öll er:

gissurarson_pa_2_1247906.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband