Ómaklega vegið að fyrri forystumönnum

Kristín Hrefna Halldórsdóttir ræðst ómaklega á fyrri forystumenn Sjálfstæðisflokksins í bloggi sínu á Deiglunni 2. október. Hún virðist halda, að stjórnmál snúist um áferð eða aldur og að einn merkimiði dugi á hina óteljandi einstaklinga, sem eru af hverri kynslóð.

Stjórnmál snúast, þegar upp er staðið, um hugsjónir. Þeir forystumenn Sjálfstæðisflokksins, sem létu að sér kveða árin 1991–2004, þar á meðal Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Geir Haarde, höfðu ekki það markmið helst að taka völdin og halda þeim, heldur að minnka völd sín.

Þessir menn skiluðu völdunum til einstaklinganna, borgaranna í landinu, með því að lækka skatta og selja ríkisfyrirtæki, setja stjórnsýslulög og upplýsingalög, efla lífeyrissjóði og treysta kvótakerfið í sjávarútvegi. Þeir opnuðu líka hagkerfið. Þeir færðu hið íslenska í svipað horf og í grannríkjunum.

Þeir geta litið stoltir um öxl og ættu að vera fordæmi og fyrirmynd yngri manna. Menn stækka ekki á því að reyna að smækka þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband