Ótrúleg aðför að Hönnu Birnu

Ótrúlegt er að sjá, hvernig ráðist er á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
fyrir eitthvað, sem ekkert er. Ríkissaksóknari og umboðsmaður Alþingis
hafa bæði farið fram úr sjálfum sér í þessu máli. Þetta minnir mig um
sumt á Geirfinnsmálið forðum, þegar rannsóknaraðilar létu um of
stjórnast af reikulu, en ofsafengnu almenningsáliti, sem mótað var af
æsifréttamönnum, jafnvel af fjöldasefasýki. Þeir, sem þá voru farnir að
trúa öllu illu upp á Ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra, skammast sín nú
og gera lítið úr sínum hlut. Hitt var verra um það mál, að það var ekki
fár, sem leið hjá, eins og oft gerist, heldur voru þá kveðnir upp dómar
yfir mönnum, sem eru afar hæpnir, svo að ekki sé meira sagt. Ísland
verður að vera réttarríki. Sorpblöð mega ekki ráða ferð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband