Hvers vegna er Stefán Ólafsson mér reiður?

Ég sé á bloggi Stefáns Ólafssonar á Eyjunni, að hann kennir mér um allt, sem aflaga fer í heiminum. Hvers vegna? Ég held, að það sé vegna þess
  • að ég kom upp um reikningsskekkju hans, þegar hann reiknaði út Gini-stuðla fyrir Ísland með söluhagnaði af hlutabréfum meðtöldum og bar saman við Gini-stuðla fyrir önnur lönd, þar sem söluhagnaðinum var sleppt,
  • að ég kom upp um reikningsskekkju hans, þegar hann birti tölur um skattleysismörk, sem áttu að hafa lækkað, en reiknaði ekki með skattfrelsi lífeyrisgreiðslna (sem hækkuðu raunveruleg skattleysismörk),
  • að ég kom upp um reikningsskekkju hans, þegar hann deildi í heildarlífeyrisgreiðslur á Íslandi með fjölda fólks á lífeyrisaldri og tók ekki tillit til þess, að margt af því stundaði fulla vinnu og þáði ekki lífeyristekjur, svo að hann gat haldið því fram, að lífeyristekjur væri hér að meðaltali lægri en á öðrum Norðurlöndum, þegar þær voru í raun hærri,
  • að ég kom upp um stórkostlegt trúnaðarbrot hans, þegar hann var forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands 1996 og Hreinn Loftsson hafði fengið hann í algerum trúnaði til að gera skoðanakönnun, en hann hvíslaði niðurstöðunum að ritstjórum Morgunblaðsins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband