Ólafur Ragnar hefur rétt fyrir sér ...

… um það, að Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra og leiðtogi systurflokks Samfylkingarinnar í Bretlandi, ætti að minnsta kosti að biðja Íslendinga afsökunar á því, hvernig hann og flokksbræður hans höguðu sér í hinni alþjóðlegu lánsfjárkreppu haustið 2008, þegar þeir settu einn íslenska bankann, fjármálaráðuneytið og Seðlabankann á lista yfir hryðjuverkasamtök! Bandamenn Breta í Atlantshafsbandalaginu, sem ekki hafa einu sinni her, voru settir við hlið Al Kaída og Talíbana! Jafnframt reyndu Bretar að þvinga Íslendinga til uppgjafar í milliríkjadeilu með því að reyna að rjúfa allar leiðir til að flytja fé til og frá landinu. Nýttu þeir sér það við þá iðju, að Lundúnir eru alþjóðleg fjármálamiðstöð.

Sjálfur er ég mikill vinur Breta, enda hlaut ég framhaldsmenntun mína þar í landi. Kann ég vel að meta engilsaxneska menningu. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum með granna okkar og vini í þessu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband