Leita í fréttum mbl.is
Embla

Örlagasaga flóttamanna á Íslandi

Ég vek athygli á fróðlegum útvarpsþætti, sem var á dagskrá í Ríkisútvarpinu á föstudaginn langa, um hjón á Akureyri, Höskuld Markússon og Hildigerði Georgsdóttur. Upphaflega hétu þau Harry Rosenthal og Hildegard Heller. Hlusta má á þáttinn hér.

Hann var gyðingur, en hún „Aríi“ eins og nasistar kölluðu það, en þau máttu ekki eigast í Þýskalandi, svo að þau flúðu til Íslands, þar sem hálfsystir Harrys Rosenthals, Henný Goldstein-Ottósson, bjó.

Ég ræði nokkuð um þau hjón í ritgerð í nýjasta hefti Þjóðmála. Bróðir Harrys og Hennýar, Siegbert, lét lífið á hroðalegan hátt í fangabúðum nasista í Natzweiler. Kona Siegberts og sonur voru myrt í Auschwitz. Er af þessu mikil saga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Prófessor í stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Senda í CCI | Hafðu samband