Málverkin heima hjá mér

Bergsteinn Sigurðsson sagnfræðingur hafði samband við mig og bað mig um að sýna sér málverk af mér heima hjá mér fyrir sjónvarpsþátt, sem hann var að gera. Ég varð fúslega við því:
Málverkið í stofunni er eftir Pétur Gaut Svavarsson og er frá 1991, og keypti ég það af honum til að styrkja ungan og efnilegan listamann, sem síðan hefur reynst traustsins verður. Málverkið í bókastofunni er frá 2013. Það er eftir Stephen Lárus Stephen, og færðu þrír vinir mínir mér í sextugsafmælisgjöf, þeir Davíð Oddsson, Kjartan Gunnarsson og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. Ég var svo forviða og um leið ánægður með það, þegar ég fékk það afhent í afmælisveislunni, að ég kom ekki upp orði.

(Ég þakka Láru Hönnu Einarsdóttur kærlega fyrir hugulsemina að klippa þetta sérstaklega og setja á Netið. Hún hefur gert margt heimskulegra um dagana.)


Bloggfærslur 2. september 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband