Gamansemi á Rotary-fundi

domedsteingrherm.jpgÉg var ræðumaður á „sviðamessu“ Rotary-klúbbs í Kópavogi, sem haldin var í Hernámssetrinu í Hvalfirði á dögunum. Þar sagði ég frá því, þegar Davíð Oddsson myndaði sína fyrstu ríkisstjórn þriðjudaginn 30. apríl 1991. Tók hann við af Steingrími Hermannssyni, sem hafði verið forsætisráðherra samtals í sjö ár. Við fórum nokkur á Hótel Holt um kvöldið til að halda upp á það. Daginn eftir var frídagur, 1. maí. (Sparaðist raunar stórfé við það, að hin fjölmenna aðstoðarmannasveit ráðherra vann ekki fram yfir mánaðamót.)

Fimmtudaginn 2. maí var hringt í forsætisráðuneytið: „Er Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra við?“ Símastúlkan svaraði: „Nei, og hann er ekki lengur forsætisráðherra.“ Föstudaginn 3. maí var aftur hringt: „Er Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra við?“ Enn svaraði símastúlkan: „Nei, og hann er nú ekki lengur forsætisráðherra.“

Leið nú helgin. Mánudaginn 6. maí var aftur hringt í ráðuneytið: „Er Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra við?“ Símastúlkan svaraði enn og aftur: „Nei, og hann er ekki lengur forsætisráðherra.“ Hún bætti við: „Ég hef sagt yður þetta þrisvar, því að ég þekki röddina aftur. Þér hafið nú hringt hingað þrisvar: En ég segið yður aftur: Steingrímur Hermannsson er ekki lengur forsætisráðherra!“

Maðurinn svaraði: „Já, en mér finnst bara svo gaman að heyra það.“

[Hér er síðan upptaka af fundi á dögunum um valdatíð Davíðs, en sumir á Rotary-samkomunni höfðu verið þar og minntust á hann í ræðum sínum:]


Bloggfærslur 21. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband