AGS lánið var dýrt og óþarft

Seðlabankinn tilkynnir nú, að lán frá AGS hafi verið greidd upp. Öllum finnst þetta góð frétt. En hvers vegna tókum við á sínum tíma risalán frá AGS? Það stóð áhreyft árum saman á reikningi í New York. Það var aldrei notað til neins (ekki einu sinni sem samningsatriði, þegar Danir hótuðu okkur haustið 2010 í samningum um sölu FIH-banka). En á tímanum bar þetta AGS lán háa vexti. Til hvers? „Við þurfum líka að lifa,“ sagði AGS-maður við háttsettan íslenskan embættismann.

(Eftirmáli: Ég var spurður um vaxtakostnaðinn. Vextir eru breytilegir hjá AGS, en venjulega um 4%. Ef lán er 2,1 milljarðar dala, þá er vaxtakostnaður um 84 milljónir dala á ári eða 10 milljarðar ísl. kr. Fróðlegt væri að reikna út heildarkostnaðinn við þessa lántöku. Við þurfum líka að lifa, herra AGS-maður.)


Bloggfærslur 12. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband