Hrunið þið munið

Ég fór 6. október á fund í Háskólanum, sem þeir Guðni Th. Jóhannesson og Jón Karl Helgason héldu, þar sem kynnt voru verkefni nemenda um bankahrunið og gagnabanki, sem þeir eru að koma upp. Fundurinn var fróðlegri og skemmtilegri en ég hafði haldið. Ég sat og hlustaði, eins og minn er vandi, en hefði ég talað, þá hefði ég gert tvær athugasemdir:

  • Það varð ekki hrun á Íslandi. Það varð bankahrun. Stoðir hins borgaralega skipulags stóðust áfallið. Og niðursveiflan eða kreppan var minni en sex eða sjö annarra Evrópuþjóða (ef það er til dæmis mælt í samdrætti landsframleiðslu 2009). Hitt er annað mál, að þjóðin varð fyrir miklu sálrænu áfalli.
  • Íslendingar eru hvorki betri né verri en annarra þjóða menn. Fyrir bankahrun bar hér á hrokagikkjum, sem töldu Íslendinga standa öllum öðrum framar. Eftir bankahrun heyrist hátt í heybrókum, sem kikna í hnjáliðum, þegar þeir heyra útlensku talaða. Báðar skoðanirnar eru rangar.  

Bloggfærslur 11. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband