Stjórnmálamenn munu huga að baklandinu

Nú keppast hinir „óháðu“ álitsgjafar RÚV og sumra annarra fjölmiðla við að reyna að lesa vinstri stjórn út úr niðurstöðum kosninganna. Þeir gleyma því, að stjórnmálamenn þurfa alltaf að huga að baklandinu. Það verður áreiðanlega sterk þörf fyrir það í Framsóknarflokknum að taka upp samstarf við Sigmund Davíð Gunnlaugsson og leggja til hliðar ágreiningsefni. Þetta eru í raun sömu flokkarnir. Sjálfstæðisflokkurinn og þessir tveir flokkar geta farið í stjórn saman, án þess að neitt baklandanna rísi upp gegn því. Þetta geta þeir þrír gert ýmist með Viðreisn eða Flokki fólksins.

Ef þeir flokkar fara hins vegar í vinstri stjórn, þá eru þeir að ganga gegn sínum baklöndum, hygg ég. Til dæmis vill Þorsteinn Víglundsson ekki aðför að atvinnulífinu í anda vinstri stjórnar og Magnús Þór Hafsteinsson ekki straum hælisleitenda frá löndum, sem ekki eru talin brjóta mannréttindi kerfisbundið. Annars er þetta sem betur fer frjálst land, og ef þessir flokkar á miðjunni vilja ólmir sjálfstortímingu með því að ganga inn í vinstri stjórn með sífelldum upphlaupum og úrslitakostum óreyndra hávaðamanna, verðbólgu og stórfelldum skattahækkunum, þá getum við hin ekki komið í veg fyrir það.


Undur framfaranna

Nýlega hafa komið út á íslensku tvær merkilegar bækur um undur framfaranna, Heimur batnandi fer eftir breska líffræðinginn Matt Ridley og Framfarir eftir sænska sagnfræðinginn Johan Norberg. Þær staðreyndir, sem þeir vekja athygli á, eru óvefengjanlegar. Fæðuframboð í heiminum hefur stóraukist, en fátækt snarminnkað. Hreinlæti hefur batnað og um leið heilsufar. Dregið hefur úr ofbeldi og glæpum og stríðum fækkað. Efnistök þeirra tveggja eru þó ólík. Ridley leggur áherslu á efnalegar framfarir í krafti atvinnufrelsis, en Norberg skrifar margt um hópa, sem hafa átt undir högg að sækja, en eru nú teknir að njóta sín.

Þegar ég las bækur þeirra Ridleys og Norbergs varð mér hugsað til Íslands um aldamótin 1900. Þá var vatn sótt í brunna. Þegar vatnsveita kom loks til sögu árið 1906 dró snögglega úr taugaveiki, sem hafði smitast með óhreinu vatni. Ein óvænt hliðarafleiðing var líka, að iðgjöld brunatrygginga lækkuðu verulega: Með vatninu var oft gerlegt að ráða niðurlögum elds í húsum. Þetta er dæmi um stigmögnun framfara, þegar eitt leiðir af öðru í sjálfsprottinni þróun eða jákvæðri víxlverkun. Þá voru ekki heldur til hitaveitur eða rafmagnsveitur á Íslandi. Einhver mikilvægasta lífskjarabót Íslendinga varð á öndverðri tuttugustu öld, þegar kuldinn og myrkrið létu undan síga fyrir nýrri tækni.

Þeir Ridley og Norberg benda báðir á, að framfarir felast ekki nauðsynlega í fleiri krásum eða stærra veisluborði, heldur miklu frekar í því, að menn þurfi ekki að hafa eins mikið fyrir gæðunum og áður fyrr. Þeir spari sér tíma og orku. Enn varð mér hugsað til Íslands um 1900. Þá tók það húnvetnska skólasveina þrjá daga að komast á hestum suður í Lærða skólann í Reykjavík. Nú er sami spölur ekinn á þremur klukkutímum. Menn geta því notað tvo sólarhringa og 21 klukkustund til annars, án þess þó að þeir hafi verið sviptir tækifærinu til að fara leiðina á hestum. Ridley og Norberg sýna eftirminnilega fram á, að framfarir eru mögulegar, en ekki sjálfsagðar. »Heimurinn mun ekki farast fyrir skort á undrum, heldur aðeins fyrir skort á undrun,« sagði breski rithöfundurinn Chesterton.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 28. október 2017.)


Norberg kl. fimm í dag

Sænski sagnfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Norberg telur í nýrri bók, Framförum, að stóru fréttirnar séu ekki alltaf sagðar, að fátækt sé að minnka, lífslíkur að aukast, heilsufar að batna, stríðum að fækka, ofbeldi að hörfa, hópar, sem hafa átt undir högg að sækja, eins og konur og samkynhneigðir, að njóta sín betur, umhverfisvernd að verða auðveldari.

Hann kynnir bók sína kl. fimm í dag í stofu N-132 í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði. Umsegjandi er Þorbjörn Þórðarson fréttamaður, en síðan verða frjálsar umræður. Að fundinum loknum áritar Norberg bók sína. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.


Responses to frequent questions by foreign journalists

Here are some of my responses to foreign journalists who are curious about the situation in Iceland:

It is obvious that if the Left Greens, the Social Democrats and the Pirates gain a majority in Parliament (which they might, even if they might not gain a majority of the population), they will have to form a government together. Their policies and programmes point in that direction, and that is what their votes will expect of them. Their constituencies will simply demand that and not allow them to do anything else. They are entrapped by their own rhetoric. Anyway, the Left Greens are only refusing to exclude any other partners such as the centre-right Independence Party in order to raise their price in coalition talks with the rest of the left. It is a ploy, not a policy.

Iceland has recovered completely economically from the 2008 bank crash, and is flourishing while other European countries are languishing, the victims of stagnation and huge government debts. Iceland has no unemployment, whereas the unemployment rate of young people in some European countries is around 50%. Iceland has achieved this without an increase in inequality. Income distribution in Iceland is now the most even in the world. Iceland also has a strong pension system, mostly well-funded, and the pensioners enjoy better income on average than in the other Nordic countries.

It would therefore be surprising if the Independence Party which has been in government since 2013 would not get good support. Probably it will gain more seats than it seems to be getting now (according to opinion polls), under the old maxim, formulated by Clinton’s political adviser, Carville: It’s the economy, stupid! There is however a relentless personal campaign going on, driven by the overwhelmingly leftwing media in Iceland, against the leader of the Independence Party, Bjarni Benediktsson, all based on the fact that he is a wealthy man from a wealthy family. He has not been shown to have done anything illegal or immoral: He has just taken care of his property in the same way as all wealthy people do. He did not possess any insider information in the bank crash, for example, as he was then a member of parliament, and not a government minister. He simply read the newspapers, as everybody else did.

Likewise, if the left does not gain a majority of seats in the Parliament, probably the other parties would form a government. But the more parties there will be, the more difficult negotiations between them before forming a government will become.


Voru bankarnir gjaldþrota?

Í nýlegri ritgerð fyrir Brookings stofnunina í Washingtonborg velta Sigríður Benediktsdóttir, Gauti B. Eggertsson og Eggert Þórarinsson því fyrir sér, hvort íslensku bankarnir hafi verið gjaldþrota árið 2008, svo að allar björgunartilraunir hafi í raun verið vonlausar. Þau nefna eina röksemd fyrir því. Samkvæmt bandarískri rannsókn frá 2007 hafi endurheimtuhlutfall fjármálastofnana af ótryggðum kröfum (skuldabréfum) verið 59%, en þetta hlutfall hafi reynst vera 29% fyrir íslensku bankana.

Þessi röksemd er hæpin af ýmsum ástæðum.

Í fyrsta lagi voru samkvæmt neyðarlögunum íslensku allar innstæður tryggðar, innlendar sem erlendar, en í Bandaríkjunum voru aðeins tryggðar innlendar innstæður upp að 100 þúsund dölum, og rannsóknin, sem þau Sigríður vitna í, náði aðeins til áranna 1982–1999. Tölurnar eru því alveg ósambærilegar, eins og þau Sigríður nefna raunar sjálf.

Í öðru lagi hefði af þessum ástæðum verið rétt að bera saman endurheimtuhlutföll fjármálastofnana í heild. Samkvæmt yfirgripsmikilli rannsókn Nada Mora frá 2012 fyrir Seðlabankann í Kansas-borg voru þau að miðgildi fyrir tímabilið 1970–2008 24,6% í Bandaríkjunum. En endurheimtuhlutföll íslensku bankanna voru að miðgildi 48% samkvæmt nýlegri og vandaðri rannsókn Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar.

Í þriðja lagi fer endurheimtuhlutfall auðvitað eftir árferði. Mora nefnir í rannsókn sinni, að endurheimtuhlutfallið, sem hún reiknar út fyrir fjármálastofnanir, sé ekki síst lágt vegna ársins 2008, þegar margar fjármálastofnanir féllu. Hér á Íslandi var ekki aðeins kreppa, heldur bankahrun, og það hafði í för með sér gjaldþrot margra skuldunauta bankanna.

Í fjórða lagi lækkar endurheimtuhlutfall við brunaútsölur. Í Bandaríkjunum eru fjármálastofnanir venjulega endurskipulagðar eftir föstum reglum. En allur gangur var á því, hvernig farið var með eigur íslensku bankanna. Í Bretlandi var að mestu leyti komið í veg fyrir brunaútsölur. Þar voru endurheimtuhlutföll Heritable og KSF 98% og 87%. Þeir voru því greinilega ekki gjaldþrota. Annars staðar fékkst aðeins 10–20% raunvirðis fyrir banka, til dæmis í Noregi og Danmörku, þar sem stjórnvöld knúðu fram brunaútsölur.

Bankahrunið 2008 var vissulega stórt. En óþarfi er að gera meira úr því en efni standa til.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 7. október 2017.)


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband