Guðmundur Andri: Ekkert skjól í sögunni

Guðmundur Andri Thorsson skrifar greinina „Í aflöndum er ekkert skjól“ í Fréttablaðið í dag. Heitið er sótt með tilbrigðum í kvæði Laxness, eins og allir vita. En Guðmundi láðist að geta þess, að Laxness geymdi sjálfur fé erlendis ólöglega og var raunar dæmdur fyrir. Guðmundur gat þess ekki heldur, að Thorsættin (sem hann er sprottinn af) geymdi líka slíkt fé erlendis, eins og Guðmundur Magnússon upplýsti í bók um ættina. Því síður gat Guðmundur þess nema í mýflugumynd, að hjónin, sem greiða honum fyrir skrifin í Fréttablaðið, Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson, geyma slíkt fé erlendis og það stórfé. Í sögunni er ekkert skjól.


Af hverju afhendir Jóhannes ekki skjölin?

Wikileaks-menn virðast vera hugsjónamenn. Þeir settu þau gögn, sem þeir höfðu komist (áreiðanlega ólöglega) yfir endurgjaldslaust á Netið.

Öðru máli virðist gegna um rannsóknarblaðamanninn Jóhannes Kr. Kristjánsson. Hann fær í hendur gögn (sem áreiðanlega voru illa fengin) um aflandseignir Íslendinga. Hann afhendir ekki yfirvöldum þessi gögn eða stuðlar að birtingu þeirra á Netinu, heldur notar þau í samstarfi við sænska fréttahauka til að egna gildru fyrir forsætisráðherra Íslands. Síðan gerist hann verktaki hjá RÚV við að sýna það, hvernig forsætisráðherrann gekk í gildruna. Hann gerir þessi stolnu gögn með öðrum orðum að féþúfu.

Nú hefur ríkisskattstjóri krafist þessara gagna, eins og lög mæla fyrir um, að hann geti gert. Það hlýtur líka að vera krafa almennings, úr því sem komið er, að þessi gögn séu birt, en óprúttnir menn geti ekki valið úr þeim það, sem þeim hentar, og selt að vild.

Jóhannes, birtu skjölin tafarlaust!


Viljum við þetta fólk til valda?

Nú er góðæri, ör hagvöxtur, sjávarútvegur arðbær, orkulindir að skila tekjum, mannauður að nýtast í ótal smáfyrirtækjum hugvitsamra einstaklinga, ferðamenn að flykkjast til landsins. Og viljum við þá fá þetta fólk til að leggja það í rústir?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband